Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. ágúst 2019 09:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Aldrei dýfa hjá James
Daniel James í baráttunni við Wilfried Zaha í leiknum í gær.
Daniel James í baráttunni við Wilfried Zaha í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Daniel James, leikmaður Manchester United, hefur í síðustu tveimur leikjum United fengið gult spjald fyrir leikaraskap.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur áhyggjur af þessari þróun og segir að þessir dómar munu bara koma til með að fjölga ef dómarar verði að lesa leikinn betur í aðstæðum þar sem James er á fleygiferð.

„Á þessum hraða þarf ekki nema örlitla snertingu til þess að minn maður fari niðu. Nú er hann undir smjásjánni fyrir leikaraskap þar sem hann hefur fengið tvö gul í tveimur leikjum. Ég verð að verja minn mann."

„Ég er alveg 100% á því að það var snerting á milli Dan(Daniel James) og varnarmannsins. Ef þið skoðið myndband sjáið þið að það var líka snerting í leiknum gegn Wolves. Hann er óheppinn og í hvorugu tilvikinu átti hann að fá spjald."


VAR mátti ekki nota til þess að skoða þessa dóma samkvæmt reglum úrvalsdeildarinnar um notkun VAR.

Solskjær var ekki hættur að tala um VAR því hann vildi sjá víti þegar Gary Cahill braut á Anthony Martial og þegar Marcus Rashford féll í teignum. Þá vildi hann einnig sjá rautt spjald á Gary Cahill í öðru atriði þegar Cahill tók Martial niður sem aftasti varnarmaður.

Í stuttu máli sagt þá var Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, ósammála Solskjær með þessi þrjú atriði sem Solskjær nefndi hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner