Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Esbjerg lagði Helsingor í toppslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Esbjerg 2 - 1 Helsingor
1-0 Y. Yakovenko ('18, víti)
2-0 B. Onkony ('28, sjálfsmark)
2-1 J. Kjær ('57)
Rautt spjald: B. Onkony, Helsingor ('65)

Svissneski varnarmaðurinn Brandon Onkony vill helst gleyma þessum degi sem fyrst eftir að hafa verið skúrkurinn í tapi Helsingor gegn Esbjerg.

Liðin mættust í toppslag dönsku B-deildarinnar og sat Andri Rúnar Bjarnason á varamannabekk Esbjerg á meðan Ólafur Kristjánsson stýrði liðinu til dáða.

Esbjerg komst í tveggja marka forystu á fyrsta hálftíma leiksins eftir að Onkony gerði sjálfsmark á 28. mínútu.

Gestirnir frá Helsingor minnkuðu muninn en svo fékk Onkony rautt spjald og brekkan orðin ansi brött.

Meira var ekki skorað og eru liðin jöfn á stigum á toppi deildarinnar, með 9 stig eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner