Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 19:24
Ívan Guðjón Baldursson
Katar: Al Arabi skoraði fimm í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Al Arabi 5 - 1 Al Ahli Doha
1-0 H. Harbaoui ('18)
2-0 S. Soria ('21)
3-0 H. Harbaoui ('34)
3-1 M. Al Naimi ('38)
4-1 M. Mohammadi ('54)
5-1 I. N. Kala ('78)

Aron Einar Gunnarsson bar fyrirliðabandið er Al Arabi skoraði fimm mörk gegn Al Ahli Doha í fyrstu umferð QSL bikarsins í Katar.

Þar tókst Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum hans að hefna 2-0 taps frá því þegar liðin mættust í katörsku deildinni 8. september.

Al Arabi komst í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, þökk sé tvennu frá Hamdi Harbaoui fyrrum markakongi belgísku deildarinnar.

Lærisveinar Heimis gerðu út um leikinn í síðari hálfleik gegn sterkum andstæðingum, en Al Ahli Doha vermir toppsæti katörsku deildarinnar sem stendur með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Heimir hefur verið við stjórnvölinn hjá Al Arabi í næstum tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner