banner
   sun 25. september 2022 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bestu félög úrvalsdeildarinnar kaupa varla enska leikmenn
Mynd: Getty Images

The Athletic birti áhugaverða tölfræði sem sýnir frá leikmannakaupum enskra úrvalsdeildarfélaga síðustu tíu árin.


Þar eru þjóðerni leikmanna skoðuð til að sjá hversu hátt hlutfall af enskum leikmönnum eru keyptir til félaga í ensku toppbaráttunni.

Niðurstaðan er sú að sterkustu lið úrvalsdeildarinnar kaupa varla enska leikmenn - þau framleiða þá í akademíunum sínum og selja svo til smærri félaga.

Bournemouth er það félag í ensku deildinni sem hefur keypt hæsta hlutfall enskra leikmanna síðustu tíu árin. 49% af aðkeyptum leikmönnum félagsins hafa verið enskir.

Arsenal hefur hlutfallslega keypt fæsta Englendinga, eða 8% af aðkeyptum leikmönnum sínum síðasta áratug. Chelsea fylgir með 10% hlutfall enskra leikmanna og svo koma Tottenham, Manchester United, Liverpool og Manchester City með 13-20% hlutfall.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner