sun 25. september 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Langflestir erlendir eigendur í enska boltanum
Mynd: Getty Images

CIES Football Observatory heldur utan um ýmsa tölfræði tengda fótboltaheiminum og birti áhugaverðar tölur um hlutfall erlendra eigenda knattspyrnfélaga í helstu deildum Evrópu.


Það kemst engin deild með tærnar nálægt hælum enska boltans þar sem 15 af 20 félögum í úrvalsdeildinni eru í eigu erlendra aðila. Þá eru 15 af 24 félögum í Championship deildinni einnig í eigu erlendra aðila, í heildina 30 af 44 félögum sem gerir rúm 68%.

Belgía er í öðru sæti listans með 18 félög af 30 í tveimur efstu deildunum í eigu erlendra aðila en það vekur athygli að efsta deild franska boltans sé í þriðja sæti. 11 af 20 félögum í efstu deild eru í erlendri eigu, flest í eigu bandarískra fjárfesta sem keyptu fyrr á þessari öld með von um góðan sjónvarpssamning sem ekkert varð úr.

Ítalski og spænski boltinn eru á svipuðu reiki með sjö félög af tuttugu í erlendri eigu. 

Efsta deild:
1. England 15/20 (75%)
2. Belgía 11/18 (68%)
3. Frakkland 11/20 (55%)
4. Portúgal 7/18 (39%)
5. Ítalía 7/20 (35%)
6. Spánn 7/20 (35%)
7. Holland 2/18 (11%)
8. Þýskaland 0/18 (0%)

B-deild:
1. England 15/24 (63%)
2. Belgía 7/12 (58%)
3. Portúgal 8/18 (44%)
4. Ítalía 7/20 (35%)
5. Spánn 6/22 (27%)
6. Frakkland 4/20 (20%)
7. Holland 2/20 (10%)
8. Þýskaland 0/18 (0%)


Athugasemdir
banner
banner
banner