Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 25. september 2023 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Blikar sigruðu nýja Íslandsmeistara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 3 - 1 Víkingur R.
1-0 Viktor Karl Einarsson ('36)
2-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('42)
2-1 Birnir Snær Ingason ('86)
3-1 Jason Daði Svanþórsson ('90)


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Breiðablik tók á móti Víkingi R. í stórleik í Bestu deild karla og stóðu Blikar heiðursvörð fyrir Víkinga sem voru búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með fjóra leiki óspilaða.

Það er vanalega fjör og mikill hiti þegar þessi tvö lið mætast og vantaði ekki fjörið í fyrri hálfleik, þar sem Víkingar voru ótrúlega óheppnir að taka ekki forystuna. Blikar björguðu í tvígang á marklínu eftir tilraunir Arons Elísar Þrándarsonar og svo átti Gunnar Vatnhamar þrumuskot í slána, en boltinn rataði ekki í netið.

Þessi í stað tóku heimamenn í Kópavogi forystuna með bylmingsskoti frá Viktori Karli Einarssyni sem fór beint á Ingvar Jónsson, markvörð Víkinga. Ingvar missti þó boltann í gegnum sig og innfyrir marklínuna og Blikar komnir í forystu.

Heimamenn tvöfölduðu forystuna skömmu síðar með marki eftir hornspyrnu, þar sem Höskuldur Gunnlaugsson tók stutta spyrnu, fékk boltann aftur og lét vaða með skoti utan teigs sem fór framhjá þvögunni og í netið.

Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og var lítið að frétta eftir leikhlé. Birnir Snær Ingason átti fína marktilraun á lokakaflanum og svo byrjaði að færast fyrrnefndur hiti í leikinn, þar sem Sigurður Hjörtur Þrastarson dómari þurfti meðal annars að halda Damir Muminovic frá átökum sem virtust vera að brjótast út.

Sigur Blika virtist nokkuð öruggur þar til á 87. mínútu, þegar Erling Agnarsson átti góðan sprett upp vænginn og gaf góða sendingu á Birni Snæ sem gerði vel að afgreiða færið snyrtilega.

Nær komust Íslandsmeistararnir þó ekki, heldur voru það heimamenn sem innsigluðu sigurinn með marki í uppbótartíma. Jason Daði Svanþórsson var þar á ferðinni með laglegt mark eftir góða stungusendingu. Víkingar voru ekki á því að gefast upp og komust grátlega nálægt því að minnka muninn aftur niður í eitt mark, en Anton Ari Einarsson varði vel og svo skóflaði Erlingur Agnars frákastinu yfir markið. Lokatölur 3-1.

Þetta eru dýrmæt stig fyrir Blika í Evrópubaráttu Bestu deildarinnar. Þeir eiga afar erfitt leikjaprógram framundan þar sem þeirra bíða erfiðir leikir í deildinni og heimaleikur gegn FK Zorya Luhansk í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner