Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 25. september 2023 19:18
Elvar Geir Magnússon
Blikar stóðu heiðursvörð fyrir Víkinga - „Það er okkar að ákveða það“
Blikar stóðu heiðursvörð.
Blikar stóðu heiðursvörð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt áðan var að hefjast leikur Íslandsmeistara síðasta árs gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings.

Í gær var Íslandsmeistaratitill Víkings innsiglaður þegar Val mistókst að vinna KR.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Í aðdraganda leiksins var talsvert rætt um það hvort Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir Víkinga. Í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn óskaði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, liði Víkings til hamingju með að vera Íslands- og bikarmeistari.

„Ég skil ekki af hverju við ættum ekki að gera það. Það er hefð fyrir því. Ég hef hinsvegar ekkert sérstakan smekk fyrir því að fólk sé að segja mér hvort við eigum að standa heiðursvörð eða ekki, það er okkar að ákveða það," sagði Óskar spurður að því hvort Blikar myndu standa heiðursvörð.

Óskar stóð við sín orð og Blikar stóðu heiðursvörð fyrir Víking og klöppuðu fyrir erkifjendum sínum þegar þeir gengu til vallar.


Athugasemdir
banner
banner