Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   mán 25. september 2023 18:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Víkings: Íslandsmeistarar mætast
watermark Nikolaj Hansen og Aron Elís Þrándarson eru báðir í byrjunarliði Víkinga
Nikolaj Hansen og Aron Elís Þrándarson eru báðir í byrjunarliði Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Nýkrýndir Íslandsmeistarar Víkinga heimsækja Breiðablik á Kópavogsvelli í stórleik umferðarinnar í 2.umferð efri hluta Bestu deildarinnar klukkan 19:15 í kvöld. 

Það var ljóst eftir leiki gærdagsins að ekkert lið getur tölfræðilega náð Víkingum af stigum svo þeir mæta til leiks sem nýkrýndir Íslandsmeistarar en taka þó ekki formlega við titlinum af Breiðablik fyrr en eftir lokaumferðina. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Breiðablik mæta til leiks eftir langa ferð til Ísrael þar sem þeir mættu Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. Blikar gera þá þrjár breytingar á sínu liði frá þeim leik en inn koma Viktor Karl Einarsson, Kristófer Ingi Kristinsson og Davíð Ingvarsson fyrir Kristinn Steindórsson, Jason Daða Svanþórsson og Andra Rafn Yeoman. 

Víkingar gera þá einnig breytingar á sínu liði sem mætti KR í síðustu umferð en inn koma Gunnar Vatnhamar, Halldór Smári Sigurðsson, Birnir Snær Ingason, Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen fyrir Viktor Örlyg Andrason, Helga Guðjónsson, Gísla Gottskálk Þórðarson, Ara Sigurpálsson og Davíð Örn Atlason.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
25. Davíð Ingvarsson

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 21 3 3 76 - 30 +46 66
2.    Valur 27 17 4 6 66 - 35 +31 55
3.    Stjarnan 27 14 4 9 55 - 29 +26 46
4.    Breiðablik 27 12 5 10 52 - 49 +3 41
5.    FH 27 12 4 11 49 - 54 -5 40
6.    KR 27 10 7 10 38 - 48 -10 37
Athugasemdir
banner
banner
banner