
HK og Keflavík mætast á laugardaginn í úrslitaleik Lengjudeildarinnar, sigurliðið tryggir sér sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabili. Fótbolti.net ræddi við Arnþór Ara Atlason fyrirliða HK fyrir leikinn.
„Ég er mjög vel stefndur, það er gaman að vera hérna og gaman að horfa á völlinn. Maður fær strax spennu í að byrja þetta á laugardaginn.“
HK vann 3-0 sigur í báðum viðureignum liðanna á tímabilinu.
„Þetta er verðugt verkefni, þeir eru klárlega með eitt besta liðið í þessari deild, reynslumesta liðið í þessari deild. Það er hörkuleikur framundan.“
„Hver leikur á sitt líf, það gefur okkur voða lítið á laugardaginn að hafa unnið þá tvisvar í sumar. Ég held að við þurfum að einbeita okkur að frammistöðunni okkar og þá fer þetta vel.“
Arnþór hefur glímt við meiðsli síðustu vikur en segist vera klár í slaginn á laugardaginn.
„Hún er góð. Það hefur sést að ég hef verið pínu að ströggla síðustu vikur. Ég er hægt og rólega að komast í rétta formið. Ég er 100 prósent.“
Viðtalið við Arnþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir