Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   fim 25. september 2025 15:30
Kári Snorrason
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Lengjudeildin
Arnþór Ari Atlason, fyrirliði HK.
Arnþór Ari Atlason, fyrirliði HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór hefur verið á hliðarlínunni í leikjum sem hann hefur misst af vegna meiðsla.
Arnþór hefur verið á hliðarlínunni í leikjum sem hann hefur misst af vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og Keflavík mætast á laugardaginn í úrslitaleik Lengjudeildarinnar, sigurliðið tryggir sér sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabili. Fótbolti.net ræddi við Arnþór Ara Atlason fyrirliða HK fyrir leikinn.

„Ég er mjög vel stefndur, það er gaman að vera hérna og gaman að horfa á völlinn. Maður fær strax spennu í að byrja þetta á laugardaginn.“

HK vann 3-0 sigur í báðum viðureignum liðanna á tímabilinu.

„Þetta er verðugt verkefni, þeir eru klárlega með eitt besta liðið í þessari deild, reynslumesta liðið í þessari deild. Það er hörkuleikur framundan.“

„Hver leikur á sitt líf, það gefur okkur voða lítið á laugardaginn að hafa unnið þá tvisvar í sumar. Ég held að við þurfum að einbeita okkur að frammistöðunni okkar og þá fer þetta vel.“

Arnþór hefur glímt við meiðsli síðustu vikur en segist vera klár í slaginn á laugardaginn.

„Hún er góð. Það hefur sést að ég hef verið pínu að ströggla síðustu vikur. Ég er hægt og rólega að komast í rétta formið. Ég er 100 prósent.“

Viðtalið við Arnþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner