Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fim 25. september 2025 15:30
Kári Snorrason
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Lengjudeildin
Arnþór Ari Atlason, fyrirliði HK.
Arnþór Ari Atlason, fyrirliði HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór hefur verið á hliðarlínunni í leikjum sem hann hefur misst af vegna meiðsla.
Arnþór hefur verið á hliðarlínunni í leikjum sem hann hefur misst af vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og Keflavík mætast á laugardaginn í úrslitaleik Lengjudeildarinnar, sigurliðið tryggir sér sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabili. Fótbolti.net ræddi við Arnþór Ara Atlason fyrirliða HK fyrir leikinn.

„Ég er mjög vel stefndur, það er gaman að vera hérna og gaman að horfa á völlinn. Maður fær strax spennu í að byrja þetta á laugardaginn.“

HK vann 3-0 sigur í báðum viðureignum liðanna á tímabilinu.

„Þetta er verðugt verkefni, þeir eru klárlega með eitt besta liðið í þessari deild, reynslumesta liðið í þessari deild. Það er hörkuleikur framundan.“

„Hver leikur á sitt líf, það gefur okkur voða lítið á laugardaginn að hafa unnið þá tvisvar í sumar. Ég held að við þurfum að einbeita okkur að frammistöðunni okkar og þá fer þetta vel.“

Arnþór hefur glímt við meiðsli síðustu vikur en segist vera klár í slaginn á laugardaginn.

„Hún er góð. Það hefur sést að ég hef verið pínu að ströggla síðustu vikur. Ég er hægt og rólega að komast í rétta formið. Ég er 100 prósent.“

Viðtalið við Arnþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner