Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   fim 25. september 2025 13:25
Kári Snorrason
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Lengjudeildin
Hermann Hreiðasson, þjálfari HK.
Hermann Hreiðasson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabil.
Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og Keflavík mætast á laugardaginn í úrslitaleik Lengjudeildarinnar á Laugardalsvelli. Sigurliðið tryggir sér sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabili. Fótbolti.net ræddi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK, eftir blaðamannafund fyrir leikinn.

„Við erum á góðum stað, höfum verið að spila vel. Það er frábær orka í liðinu, rosalega jákvæð stemning í klefanum. Við erum búnir að hafa rosalega gaman af þessu, þannig að við komum vel stefndir.“

HK vann 3-0 sigur í báðum viðureignum liðanna á tímabilinu.

„Við vitum hvernig þessi deild er. Það eru allir að kroppa í alla og allir einhvern veginn. Það skemmir ekkert fyrir að hafa unnið þá en það sitja allir við sama borð á laugardaginn.“

HK liðið er verulega ungt, getur það spilað einhvern þátt á laugardaginn?

„Það er hægt að reikna það út á margan máta. En við höfum fyrst og fremst sýnt fram á í síðustu leikjum, HK-hjartað og mikið hungur. Menn eru hungraðir að fara upp í efstu deild. Þeir eru búnir að blóðgast vel og þroskast vel í sumar. Það er hungur í það að komast alla leið, ég held að það yfirstígi aldurinn.“

Þorsteinn Aron Antonsson og Bart Kooistra, leikmenn HK, hafa glímt við meiðsli síðustu daga, verða þeir klárir?

„Það eru einhverjar líkur á þeim. Það er ekkert komið neitt lokasvar á það. Það verður tekið á laugardagsmorgninum.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner