Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 25. október 2020 12:11
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Zlatan sagði frá fyrstu kynnum við Mino Raiola
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Zlatan Ibrahimovic gaf viðtal á sænsku þar sem hann fór yfir stundina sem hann ákvað að gera Ítalann Mino Raiola að umboðsmanni sínum.

Zlatan var leikmaður Juventus á Ítalíu en markaskorunin gekk ekki nægilega vel svo hann ákvað að finna sér umboðsmann til að skipta um félag.

Hann þurfti ekki mikinn tíma með Raiola til að átta sig á því að þetta væri rétti maðurinn í starfið. Í kjölfarið skipti Zlatan til Inter þar sem hann gerði garðinn frægan og skoraði 57 mörk í 88 leikjum í Serie A.

„Það var mjög mikilvægt fyrir mig að umkringja mig með fólki sem stóð 100% með mér og ég gat treyst," sagði Zlatan sem hafði verið svikinn af Hasse Borg, fyrrum yfirmanni knattspyrnumála hjá Malmö.

„Við settumst niður og hann pantaði fyrir sjö mann. Ég horfði í kringum mig en við vorum bara tveir. Við tengdum strax.

„Eftir tvo tíma með honum þarna sagðist ég vilja fá hann sem umboðsmann. Hann sagði nei, ég ætti að fara heim og hugsa málið áður en ég tæki ákvörðun. Ég keyrði heim og klukkutíma síðar hringdi ég í hann: 'Ég þarf ekki að hugsa um neitt. Ég veit hvað ég vil og ég veit hvað er rétt. Við byrjum að vinna saman núna eða aldrei,' sagði Zlatan í símtalinu."


Eftir að hafa gert samning við Raiola varð Zlatan einn af bestu sóknarmönnum heims og er það enn í dag, þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára gamall.

Erling Braut Haaland, Paul Pogba, Matthijs de Ligt og Marco Verratti eru meðal skjólstæðinga Raiola í dag.

How Zlatan and Mino Raiola met. from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner