Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 25. október 2025 18:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Luke Rae átti frábæran leik þegar KR vann Vestra örugglega og hélt sæti sínu í Bestu deildinni í lokaumferðinni. Fótbolti.net ræddi við Luke Rae í leikslok.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Ég er orðlaus. Liðið hefur verið í vandræðum með að ná í úrslit í allt sumar. Þetta var líklega stærsti leikur KR síðustu 4-5 ár síðan þeir unnu deildina. Þetta mikil hvatning inn í undirbúningstímabilið," sagði Luke.

„Þetta er mikill léttir, eins og mörg kíló hafi farið af öxlunum."

„Frá mér séð fannst mér við vera búnir að vinna leikinn fyrirfram. Mér fannst Vestri bara ætla að spila upp á jafntefli. Þannig leið mér og í okkar huga þurftum við að vinna eða falla. Þeir gátu gert jafntefli og vonast til að halda sæti sínu. Mér leið eins og þeir myndu koma þannig inn í leikinn," sagði Luke.

Luke Rae og Anton Kralj tókust á eftir að Diego Montiel braut á Aroni Þórði.

„Það var ekkert alvarlegt. Aron Þórður var í grasinu og hann fer að blóta honum. Eins og hvaða leikmaður sem er stóð ég með liðsfélaganum mínum. Við fórum báðir haus í haus, ég var bara að bakka upp liðsfélaga minn."

Luke Rae þekkir til hjá Vestra en hann spilaði með liðinu sumarið 2021.

„Ég sá Elmar (Atla Garðarsson) grátandi eftir leikinn og ég varð svolítið sár eftir það. Ég elska alla þessa stráka, hvort sem ég er í þessu liði eða ekki. Ég vildi sjá þá áfram í deildinni en við þurftum að vera áfram í deildinni," sagði Luke.

Hann hefur verið mikið meiddur í sumar en hann kom aðeins við sögu í níu leikjum í Bestu deildinni.

„Þetta hefur verið erfitt líkamlega og andlega. Ég tek því rólega núna og er á góðum stað bæði líkamlega og andlega," sagði Luke Rae að lokum.
Athugasemdir
banner
banner