Luke Rae átti frábæran leik þegar KR vann Vestra örugglega og hélt sæti sínu í Bestu deildinni í lokaumferðinni. Fótbolti.net ræddi við Luke Rae í leikslok.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 5 KR
„Ég er orðlaus. Liðið hefur verið í vandræðum með að ná í úrslit í allt sumar. Þetta var líklega stærsti leikur KR síðustu 4-5 ár síðan þeir unnu deildina. Þetta mikil hvatning inn í undirbúningstímabilið," sagði Luke.
„Þetta er mikill léttir, eins og mörg kíló hafi farið af öxlunum."
„Frá mér séð fannst mér við vera búnir að vinna leikinn fyrirfram. Mér fannst Vestri bara ætla að spila upp á jafntefli. Þannig leið mér og í okkar huga þurftum við að vinna eða falla. Þeir gátu gert jafntefli og vonast til að halda sæti sínu. Mér leið eins og þeir myndu koma þannig inn í leikinn," sagði Luke.
Luke Rae og Anton Kralj tókust á eftir að Diego Montiel braut á Aroni Þórði.
„Það var ekkert alvarlegt. Aron Þórður var í grasinu og hann fer að blóta honum. Eins og hvaða leikmaður sem er stóð ég með liðsfélaganum mínum. Við fórum báðir haus í haus, ég var bara að bakka upp liðsfélaga minn."
Luke Rae þekkir til hjá Vestra en hann spilaði með liðinu sumarið 2021.
„Ég sá Elmar (Atla Garðarsson) grátandi eftir leikinn og ég varð svolítið sár eftir það. Ég elska alla þessa stráka, hvort sem ég er í þessu liði eða ekki. Ég vildi sjá þá áfram í deildinni en við þurftum að vera áfram í deildinni," sagði Luke.
Hann hefur verið mikið meiddur í sumar en hann kom aðeins við sögu í níu leikjum í Bestu deildinni.
„Þetta hefur verið erfitt líkamlega og andlega. Ég tek því rólega núna og er á góðum stað bæði líkamlega og andlega," sagði Luke Rae að lokum.
Athugasemdir

























