Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   lau 25. október 2025 18:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Luke Rae átti frábæran leik þegar KR vann Vestra örugglega og hélt sæti sínu í Bestu deildinni í lokaumferðinni. Fótbolti.net ræddi við Luke Rae í leikslok.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Ég er orðlaus. Liðið hefur verið í vandræðum með að ná í úrslit í allt sumar. Þetta var líklega stærsti leikur KR síðustu 4-5 ár síðan þeir unnu deildina. Þetta mikil hvatning inn í undirbúningstímabilið," sagði Luke.

„Þetta er mikill léttir, eins og mörg kíló hafi farið af öxlunum."

„Frá mér séð fannst mér við vera búnir að vinna leikinn fyrirfram. Mér fannst Vestri bara ætla að spila upp á jafntefli. Þannig leið mér og í okkar huga þurftum við að vinna eða falla. Þeir gátu gert jafntefli og vonast til að halda sæti sínu. Mér leið eins og þeir myndu koma þannig inn í leikinn," sagði Luke.

Luke Rae og Anton Kralj tókust á eftir að Diego Montiel braut á Aroni Þórði.

„Það var ekkert alvarlegt. Aron Þórður var í grasinu og hann fer að blóta honum. Eins og hvaða leikmaður sem er stóð ég með liðsfélaganum mínum. Við fórum báðir haus í haus, ég var bara að bakka upp liðsfélaga minn."

Luke Rae þekkir til hjá Vestra en hann spilaði með liðinu sumarið 2021.

„Ég sá Elmar (Atla Garðarsson) grátandi eftir leikinn og ég varð svolítið sár eftir það. Ég elska alla þessa stráka, hvort sem ég er í þessu liði eða ekki. Ég vildi sjá þá áfram í deildinni en við þurftum að vera áfram í deildinni," sagði Luke.

Hann hefur verið mikið meiddur í sumar en hann kom aðeins við sögu í níu leikjum í Bestu deildinni.

„Þetta hefur verið erfitt líkamlega og andlega. Ég tek því rólega núna og er á góðum stað bæði líkamlega og andlega," sagði Luke Rae að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner