Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. nóvember 2019 15:04
Magnús Már Einarsson
Mourinho fundaði með Eriksen - Amazon myndavélar fylgdust með
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segist hafa rætt við Christian Eriksen á fundi á dögunum um framtíð leikmannsins.

Eriksen verður samningslaus næsta sumar og Mourinho ákvað að hafa hann ekki í byrjunarliðinu gegn West Ham um helgina.

Portúgalinn fundaði síðan með Eriksen og ræddi við hann um stöðu mála.

„Ég ætla ekki að segja ykkur hvað var sagt þar. Þetta voru bara ég, hann og Amazon," sagði Mourinho í dag.

Mourinho átti þar við myndavélar frá Amazon en fyrirtækið er að gera heimildarmynd um tímabilið hjá Tottenham.

„Hann er tryggur, elskar félagið og er einn af okkur," sagði Mourinho einnig.
Athugasemdir
banner
banner
banner