Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. nóvember 2020 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fleiri skiptingar en marktilraunir - „Vitum að þetta var slök frammistaða"
James Milner.
James Milner.
Mynd: Getty Images
James Milner bar fyrirliðaband Liverpool í fjarveru Jordan Henderson í kvöld. Liverpool tapaði 2-0 fyrir Atalanta á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Ajax og Atalanta pressa á Liverpool

„Við náðum okkur ekki á strik. Við vitum að þetta var slök frammistaða," sagði Milner við BT Sport.

Liverpool átti fjórar marktilraunir í leiknum, en enginn þeirra fór á rammann. Duncan Alexander, sem er mjög vitur þegar kemur að tölfræði, grínast með það að Liverpool hafi í kvöld framkvæmt fleiri skiptingar en marktilraunir.

„Margir leikmannana hafa ekki spilað mikið saman og það er mikið af leikjum. Stundum verðurðu að reyna að vinna án þess að vera upp á þitt besta, en það tókst ekki í kvöld," sagði Milner, en en sterkir póstar í liðinu voru hvíldir ásamt því að nokkrir lykilmenn eru meiddir.

„Við erum enn á toppi riðilsins. Við verðum að jafna okkur og mæta sterkir til leiks um helgina... þetta er enn í okkar höndum og við verðum að skoða hvar við getum bætt okkur."

Liverpool er á toppi riðilsins með níu stig, en Ajax og Atalanta koma svo bæði með sjö stig þegar tvær umferðir eru eftir. Liverpool á eftir heimaleik við Ajax og útileik gegn Midtjylland.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner