Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. nóvember 2020 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um leiktíma á laugardag: Næstum því glæpur
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hló þegar hann var spurður út í það hvort þetta hefði verið svekkjandi kvöld fyrir hann. Liverpool 2-0 fyrir Atalanta í Meistaradeildinni.

„Auðvitað. Þetta var ekki góður leikur. Hjá báðum liðum. Það var ekki mikið skapað, þangað til þeir skoruðu," sagði Klopp.

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Ajax og Atalanta pressa á Liverpool

„Við áttum skilið að tapa í erfiðum leik. Dómarinn flautaði ekki mikið og það gerði leikinn enn erfiðari, fyrir bæði lið. Þetta tók mikið á og þú þarft stundum að fá pásu. Vanalega í hálfleik nærðu að slaka á og jafna þig, en sumir leikmannana höfðu ekki spilað mikið og það var erfitt fyrir þá."

„Við fundum ekki leið inn í leikinn. Við áttum augnablik en engin alvöru færi... þú biður okkur um að spila næst á laugardag klukkan 12:30 sem er næstum því glæpur."

Liverpool er á toppi riðilsins með níu stig, en Ajax og Atalanta koma svo bæði með sjö stig þegar tvær umferðir eru eftir. Liverpool á eftir heimaleik við Ajax og útileik gegn Midtjylland.

Næsti leikur Liverpool er útileikur við Brighton á laugardag klukkan 12:30, eins Klopp kom inn á.
Athugasemdir
banner
banner
banner