Vestri hefur hafnað tveimur tilboðum frá Stjörnunni í Benedikt V. Warén. Þetta staðfesti Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, í samtali við Fótbolta.net.
Breiðablik hefur einnig áhuga á sóknarmanninum og þá hefur verið slúðrað um áhuga FH og Vals á Benedikt. Hann var hjá Val upp í 3. flokk en skipti svo yfir í Breiðablik. Vestri fékk hann frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2023.
Hann skoraði fimm mörk og lagði upp átta á fyrsta tímabili Vestra í efstu deild og hjálpaði liðinu að halda sér uppi í Bestu deildinni. Hann er samningsbundinn Vestra út næsta tímabil.
Breiðablik hefur einnig áhuga á sóknarmanninum og þá hefur verið slúðrað um áhuga FH og Vals á Benedikt. Hann var hjá Val upp í 3. flokk en skipti svo yfir í Breiðablik. Vestri fékk hann frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2023.
Hann skoraði fimm mörk og lagði upp átta á fyrsta tímabili Vestra í efstu deild og hjálpaði liðinu að halda sér uppi í Bestu deildinni. Hann er samningsbundinn Vestra út næsta tímabil.
„Tilboðin eru eflaust fín, en ekki nógu há fyrir einn besta sóknarmann Bestu deildarinnar," segir Sammi.
„Benedikt Warén er ekki síðri leikmaður en þeir sem Breiðablik hefur verið að kaupa, ég er kannski hlutdrægur, en mér finnst Benedikt jafnvel betri," segir Sammi.
Hann á þá við þá Óla Val Ómarsson (2003) og Águst Orra Þorsteinsson (2005) sem eru aðeins yngri en Benedikt Warén (2001).
„Benedikt Warén er okkar besti leikmaður, það væri því fáránlegt að fara selja hann nema ef við fengjum tilboð sem við gætum ekki hafnað."
Athugasemdir