Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   þri 05. nóvember 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Einn af betri leikmönnum deildarinnar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Waren er einn allra besti leikmaður Vestra. Hann er uppalinn Bliki, kom fyrst til Vestra tímabilið 2021 og svo aftur alfarið fyrir tímabilið 2023.

Hann er 23 ára framliggjandi miðjumaður eða kantmaður sem skoraði fimm mörk og lagði upp átta á tímabilinu.

Fótbolti.net ræddi við Samúel Samúelsson hjá Vestra í vikunni og sagði hann að Vestri væri alltaf með augun opin fyrir íslenskum leikmönnum sem hefðu áhuga á að koma vestur. Þeir væru hins vegar ekki margir.

En breytist ekki hljóðið í mönnum varðandi það að stökkva vestur eftir að hafa séð velgengnin Benedikts?

„Við höfum reglulega verið að kannað íslenska stráka, varðandi möguleikann á að fá þá vestur. Þegar við tókum Benó fyrst var hann gríðarlega efnilegur strákur sem stóð sig vel og þegar við sáum fram á að geta fengið hann aftur þá gerðum við það. Við vissum hvað bjó í honum og hann hefur sýnt það síðustu tvö tímabil að hann er gríðarlega öflugur leikmaður."

„Hann er að mínu mati, ætla ekki að segja besti leikmaður deildarinnar, en hann er klárlega einn af betri leikmönnum deildarinnar. Auðvitað er ég mjög hlutdrægur, en hann er frábær leikmaður sem við bindum miklar vonir við í framtíðinni,"
segir Sammi.

Hann tekur einnig fram að ef einhverjir strákar hafi áhugi á því að eiga „frábært ár í lífinu" þá hvetur hann þá til að hafa samband. Þeir verði þó að átta sig á því að þeir verði að verða að vera nógu góðir til að fá að spila með Vestra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner