Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   þri 25. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Championship í dag - Toppslagur í Middlesbrough
Föllnu liðin mætast
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru sjö leikir á dagskrá í ensku Championship deildinni í kvöld þar sem Middlesbrough tekur á móti Coventry City í toppslag.

Coventry er með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar, með 37 stig eftir 16 umferðir, og ríkir mikil eftirvænting fyrir slag dagsins.

Bæði lið eru ósigruð síðustu þrjá deildarleiki í röð en Coventry er með þrjá sigra á meðan Boro er aðeins með einn.

Ipswich Town heimsækir þá Hull City í umspilsbaráttunni en Ipswich er í áttunda sæti eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Southampton og Leicester City eigast að lokum við í áhugaverðum slag eftir að liðin féllu ásamt Ipswich fyrr á árinu.

Southampton er á góðu skriði með þrjá sigra í röð eftir hörmulega byrjun á tímabilinu. Liðið er með 21 stig eftir 16 umferðir, þremur stigum á eftir Leicester og fjórum stigum frá umspilssæti.

Leikir kvöldsins
19:45 Watford - Preston
19:45 Hull City - Ipswich Town
19:45 Norwich - Oxford United
19:45 Middlesbrough - Coventry
19:45 Swansea - Derby County
19:45 Stoke City - Charlton Athletic
20:00 Southampton - Leicester
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 16 11 4 1 43 15 +28 37
2 Middlesbrough 16 8 6 2 20 14 +6 30
3 Stoke City 16 8 3 5 22 12 +10 27
4 Bristol City 16 7 5 4 25 18 +7 26
5 Preston NE 16 7 5 4 21 16 +5 26
6 Hull City 16 7 4 5 28 27 +1 25
7 Millwall 16 7 4 5 18 23 -5 25
8 Ipswich Town 15 6 6 3 26 16 +10 24
9 Birmingham 16 7 3 6 24 18 +6 24
10 Leicester 16 6 6 4 20 17 +3 24
11 Watford 16 6 5 5 22 20 +2 23
12 Derby County 16 6 5 5 22 22 0 23
13 Charlton Athletic 16 6 5 5 17 17 0 23
14 Wrexham 16 5 7 4 20 19 +1 22
15 QPR 16 6 4 6 20 25 -5 22
16 Southampton 16 5 6 5 23 22 +1 21
17 West Brom 16 6 3 7 16 19 -3 21
18 Blackburn 15 6 1 8 16 20 -4 19
19 Portsmouth 16 4 5 7 15 21 -6 17
20 Swansea 16 4 5 7 15 22 -7 17
21 Oxford United 16 3 5 8 17 23 -6 14
22 Sheffield Utd 16 4 1 11 14 26 -12 13
23 Norwich 16 2 3 11 15 27 -12 9
24 Sheff Wed 16 1 5 10 12 32 -20 -4
Athugasemdir
banner