Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   þri 25. nóvember 2025 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Lærisveinar Lampard með tíu stiga forystu
Mynd: EPA
Það var toppslagur í Championship deildinni í kvöld þegar Middlesbrough fékk Coventry í heimsókn. Coventry náði tveggja marka forystu snemma leiks en Middlesbrough var búið að jafna metin snemma í seinni hálfleik.

Liðin voru í tveimur efstu sætunum fyrir leikinn en Coventry var með sjö stiga forystu. Toppliðið gafst ekki upp og Liam Kitching og Ellis Simms skoruðu sitt markið hvor undir lokin sem tryggði Coventry sigurinn.

Stoke vann öruggan sigur á Charlton og komst upp í annað sætið en Coventry er komið með tíu stiga forystu á bæði Stoke og Middlesbrough. Coventry er að spila gríðarlega vel undir stjórn Frank Lampard.

Preston er án sigurs í þremur leikjum í röð. Stefán Teitur Þórðarson spilaði allan leikinn þegar liðið gerði jafntefli gegn Watford.

Southampton vann fjórða leikinn í röð þegar liðið vann öruggan sigur á Leicester. Ipswich komst upp fyrir Preston í 4. sæti deildarinnar með sigri gegn Hull sem er stigi frá umspilssæti.

Derby lagði Swansea en liðið hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Þá gerðu Norwich og Oxford United jafntefli í fallbaráttunni.

Watford 1 - 1 Preston NE
0-1 Daniel Jebbison ('22 )
1-1 Mamadou Doumbia ('45 )

Hull City 0 - 2 Ipswich Town
0-1 Marcelino Nunez ('69 )
0-2 Chuba Akpom ('73 )

Southampton 3 - 0 Leicester City
1-0 Taylor Harwood-Bellis ('18 )
2-0 Finn Azaz ('23 )
3-0 Taylor Harwood-Bellis ('42 )
Rautt spjald: Olabade Aluko, Leicester City ('33)

Norwich 1 - 1 Oxford United
1-0 Jovon Makama ('29 )
1-1 Filip Krastev ('90 )

Middlesbrough 2 - 4 Coventry
0-1 Ellis Simms ('10 )
0-2 Liam Kitching ('14 )
1-2 Morgan Whittaker ('32 )
2-2 Bobby Thomas ('49 , sjálfsmark)
2-3 Liam Kitching ('85 )
2-4 Ellis Simms ('86 )

Swansea 1 - 2 Derby County
0-1 Joe Ward ('34 )
0-2 Lars-Jorgen Salvesen ('53 )
1-2 Ethan Galbraith ('90 )

Stoke City 3 - 0 Charlton Athletic
1-0 Sorba Thomas ('3 )
2-0 Million Manhoef ('5 )
3-0 Sorba Thomas ('34 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 21 14 5 2 52 22 +30 47
2 Middlesbrough 21 12 6 3 33 22 +11 42
3 Preston NE 21 9 8 4 29 22 +7 35
4 Millwall 21 10 5 6 25 29 -4 35
5 Ipswich Town 21 9 7 5 35 22 +13 34
6 Hull City 21 10 4 7 36 35 +1 34
7 Stoke City 21 10 3 8 28 20 +8 33
8 Leicester 21 8 7 6 30 27 +3 31
9 QPR 21 9 4 8 28 33 -5 31
10 Southampton 21 8 6 7 35 30 +5 30
11 Bristol City 21 8 6 7 28 24 +4 30
12 Derby County 21 8 6 7 30 29 +1 30
13 Birmingham 21 8 5 8 30 26 +4 29
14 Watford 21 7 8 6 30 28 +2 29
15 Wrexham 21 6 10 5 26 25 +1 28
16 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
17 Charlton Athletic 20 6 6 8 20 26 -6 24
18 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
19 Swansea 21 6 5 10 22 29 -7 23
20 Blackburn 20 6 4 10 20 26 -6 22
21 Portsmouth 20 5 5 10 17 27 -10 20
22 Oxford United 21 4 7 10 22 30 -8 19
23 Norwich 21 4 5 12 24 34 -10 17
24 Sheff Wed 20 1 6 13 15 40 -25 -9
Athugasemdir
banner
banner