Manchester United ætti að opna veskið og kaupa franska sóknarmanninn Jean-Philippe Mateta frá Crystal Palace. Þetta segir Bacary Sagna, fyrrum varnarmaður Arsenal.
United eyddi samtals 145,7 milljónum punda í að kaupa 'níurnar' Rasmus Höjlund og Benjamin Sesko. Höjlund var sendur á lán til Napoli eftir að hafa aðeins skorað fjögur mörk á síðasta tímabili.
Sesko sem var keyptur í staðinn meiddist gegn Tottenham og er búist við því að hann verði frá þar til um miðjan desember,
United eyddi samtals 145,7 milljónum punda í að kaupa 'níurnar' Rasmus Höjlund og Benjamin Sesko. Höjlund var sendur á lán til Napoli eftir að hafa aðeins skorað fjögur mörk á síðasta tímabili.
Sesko sem var keyptur í staðinn meiddist gegn Tottenham og er búist við því að hann verði frá þar til um miðjan desember,
„Mér þætti það rökrétt fyrir Manchester United að sækja Mateta. Hávaxinn leikmaður sem getur haldið boltanum og komist í fyrirgjafir," segir Sagna.
„Það gæti verið erfitt fyrir hann að koma inn í félag þar sem það hafa orðið miklar breytingar en skipti á Old Trafford gætu hentað honum og félaginu vel."
Mateta skoraði í landsleik gegn Íslandi í vetur og hann er sagður vilja styrkja stöðu sína í franska landsliðinu með því að fara í stærra félag.
„Það verður erfitt fyrir Palace að halda í hann, það er rétti tímapunkturinn fyrir hann að færa sig um set og spila fyrir eitt stærsta félag deildarinnar. Hann er ekki lengur ungur leikmaður, er orðinn 28 ára, svo hann mun örugglega þrýsta á það ef tækifæri býðst."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 12 | 9 | 2 | 1 | 24 | 6 | +18 | 29 |
| 2 | Chelsea | 12 | 7 | 2 | 3 | 23 | 11 | +12 | 23 |
| 3 | Man City | 12 | 7 | 1 | 4 | 24 | 10 | +14 | 22 |
| 4 | Aston Villa | 12 | 6 | 3 | 3 | 15 | 11 | +4 | 21 |
| 5 | Crystal Palace | 12 | 5 | 5 | 2 | 16 | 9 | +7 | 20 |
| 6 | Brighton | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 16 | +3 | 19 |
| 7 | Sunderland | 12 | 5 | 4 | 3 | 14 | 11 | +3 | 19 |
| 8 | Bournemouth | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 20 | -1 | 19 |
| 9 | Tottenham | 12 | 5 | 3 | 4 | 20 | 14 | +6 | 18 |
| 10 | Man Utd | 12 | 5 | 3 | 4 | 19 | 19 | 0 | 18 |
| 11 | Everton | 12 | 5 | 3 | 4 | 13 | 13 | 0 | 18 |
| 12 | Liverpool | 12 | 6 | 0 | 6 | 18 | 20 | -2 | 18 |
| 13 | Brentford | 12 | 5 | 1 | 6 | 18 | 19 | -1 | 16 |
| 14 | Newcastle | 12 | 4 | 3 | 5 | 13 | 15 | -2 | 15 |
| 15 | Fulham | 12 | 4 | 2 | 6 | 13 | 16 | -3 | 14 |
| 16 | Nott. Forest | 12 | 3 | 3 | 6 | 13 | 20 | -7 | 12 |
| 17 | West Ham | 12 | 3 | 2 | 7 | 15 | 25 | -10 | 11 |
| 18 | Leeds | 12 | 3 | 2 | 7 | 11 | 22 | -11 | 11 |
| 19 | Burnley | 12 | 3 | 1 | 8 | 14 | 24 | -10 | 10 |
| 20 | Wolves | 12 | 0 | 2 | 10 | 7 | 27 | -20 | 2 |
Athugasemdir




