Estevao, sóknarmaður Chelsea, hefur verið frábær í Meistaradeildinni en hann skoraði sitt þriðja mark í keppninni gegn Barcelona í kvöld.
Þegar þetta er skrifað er Chelsea 2-0 yfir og Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks.
Estevao er 18 ára gamall en hann er aðeins þriðji táningurinn til að skora í þremur fyrstu byrjunarliðsleikjum sínum í Meistaradeildinni. Aðeins Kylian Mbappe og Erling Haaland hafa náð því.
Estevao hefur verið heitur að undanförnu en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu sjö leikjum fyrir Chelsea og brasilíska landsliðið.
3 - Estêvão (18y 215d) is the third teenager to score in each of his first three UEFA Champions League starts after Kylian Mbappé (18y 113d) and Erling Haaland (19y 107d). Flourishing. pic.twitter.com/8aswOnQQjs
— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2025
Athugasemdir


