Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 23:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Kannski voru þetta of margar breytingar
Mynd: EPA
Pep Guardiola kom gríðarlega mikið á óvart þegar hann gerði tíu breytingar á byrjunarliði Man City fyrir leikinn gegn Leverkusen.

Það virtist hafa komið í bakið á honum þar sem liðið tapaði 2-0 og sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska. Erling Haaland frískaði upp á hann eftir að hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

„Við áttum ekki von á þessari frammistöðu. Ég tek fulla ábyrgð en ég tel samt að leikmennirnir sem byrjuðu séu einstakir leikmenn en það vantaði eitthvað sem við þurfum á hæsta stigi," sagði Guardiola.

„Þetta hefði ekki verið vandamál ef við hefðum unnið. Ég sætti mig við að þetta var kannski mikið en við spilum á tveggja, þriggja eða fjögurra daga fresti. En kannski voru þetta of margar breytingar miðað við úrslitin."
Athugasemdir
banner
banner