HK hefur sent frá sér tilkynningu þar sem Hákon Ingi Jónsson er kvaddur, hann mun ekki spila með liðinu á komandi leiktíð.
Hann er þrítugur sóknarmaður sem uppalinn er hjá Fylki en hefur einnig leikið með HK, ÍA og Fjölni á sínum ferli.
Hann hefur skorað 86 mörk í 339 KSÍ leikjum á ferlinum. Hann lék fjóra U16 landsleiki á sínum tíma. Hann kom einungis við sögu í fimm deildarleikjum með HK í sumar.
Hann er þrítugur sóknarmaður sem uppalinn er hjá Fylki en hefur einnig leikið með HK, ÍA og Fjölni á sínum ferli.
Hann hefur skorað 86 mörk í 339 KSÍ leikjum á ferlinum. Hann lék fjóra U16 landsleiki á sínum tíma. Hann kom einungis við sögu í fimm deildarleikjum með HK í sumar.
Hákon Ingi kom til HK í annað sinn, vorið 2024. Hann hefur samtals spilað yfir 50 leiki fyrir HK og skorað í þeim 16 mörk.
Hákon Ingi er mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar og sannur félagsmaður. Við þökkum Hákoni Ingi kærlega fyrir sinn tíma í Kórnum og hann veit það að hann er ávallt velkominn í Hlýjuna.
Athugasemdir




