Vinícius Junior ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid. Fer hann í ensku úrvalsdeildina? Þetta og fleira í sjóðheitum slúðurpakka dagsins.
Brasilíski framherjinn Vinícius Junior (25) hefur sagt að hann hafi ekki áhuga á að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid á meðan Xabi Alonso sé við stjórnvölinn. (Athletic)
Liverpool og Manchester United eru meðal úrvalsdeildarfélaga sem fylgjast með stöðu mála hjá Vinícius. (Mirror)
Liverpool hefur þegar átt í viðræðum um möguleg kaup á Antoine Semenyo (25) frá Bournemouth og er meðvitað um 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans. (Florian Plettenberg)
Manchester United og Chelsea hafa bæði fylgst grannt með þýska miðjumanninum Assan Ouedraogo (19) hjá RB Leipzig. (Sky Sports Þýskalandi)
Marseille vill ræða við Brighton um möguleg kaup á danska miðjumanninum Matt O'Riley (25) í janúar en hann er hjá franska félaginu á lánssamningi. (Sky Sports)
Ítalska stórliðið AC Milan er að undirbúa tilboð í franska sóknarmanninn Jean-Philippe Mateta (28) hjá Crystal Palace. (Teamtalk)
Mörg ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á að fá enska miðjumanninn Conor Gallagher (25) í janúar ef spænska félagið samþykkir að selja eða lána þennan fyrrum leikmann Chelsea. (Sky Sports)
Paris St-Germain og Real Madrid eru í kapphlaupinu um franska varnarmanninn Dayot Upamecano (27) en samningur hans við Bayern München rennur út eftir tímabilið. (Sky Sports Þýskalandi)
Áhugi Manchester United hefur haft áhrif á Joao Gomes (24), miðjumann Wolves, sem hefur áhuga á að færa sig um set í janúar. (Teamtalk)
Chelsea og Arsenal vilja bæði fá franska sóknarmanninn Robinio Vaz (18) frá Marseille en hann er verðlagður á um 18-26 milljónir punda. (Caught Offside)
Portúgalski miðjumaðurinn Bernardo Silva (31) er líklegur til að yfirgefa Manchester City þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Fabrizio Romano)
Atletico Madrid íhugar að gera tilboð í Mason Greenwood (24), sóknarmann Marseille. Englendingurinn er metinn á um 70 milljónir punda. (Fichajes)
Athugasemdir



