Enzo Maresca, stjóri Chelsea, fór ekki framúr sér þrátt fyrir frábæran sigur gegn Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld.
Það er skammt stórra högga á milli en Chelsea mætir Arsenal í toppslag á sunnudaginn.
Það er skammt stórra högga á milli en Chelsea mætir Arsenal í toppslag á sunnudaginn.
„Ég sagði leikmönnunum að slökkva algjörlega á sér næstu tvo daga, hvíla sig og jafna sig því við mætum Arsenal á sunnudaginn. Það er mikilvægast, frá og með föstudeginum einbeitum við okkur svo að Arsenal," sagði Maresca.
„Þetta er stórsigur, sérstaklega því hitt liðið var Barcelona. Markmiðin okkar breytast ekkert. Þetta var mikilvægt en ekkert meira en það. Þetta er búið og við einbeitum okkur að næsta leik sem verður erfiður."
Athugasemdir


