Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 18:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot finnur fyrir sektarkennd - „Næstum fáránlegt fyrir félag eins og okkur"
Mynd: EPA
Liverpool hefur verið í miklum vandræðum á þessu tímabili eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Liðið hefur tapað sjö af síðustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum.

„Ég myndi lýsa þessu sem fáránlegu, eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ekki hjá neinu félagi sem ég væri að vinna hjá, hvað þá Liverpool. Þetta er ótrúlegt," sagði Arne Slot.

Slot hefur verið nokkuð sáttur með sóknarleikinn en varnarleikurinn er mikið vandamál.

„Við höfum fengið á okkur miklu fleiri mörk en síðasta tímabil. Fjöldi marka sem við höfum fengið á okkur og fjöldi marka úr föstum leikatriðum er næstum fáránlegur fyrir félag eins og okkur," sagði Slot.

„Aðal vandamálið er mörkin sem við fáum á okkur. Við erum enn að skapa nóg af færum til að ná í úrslit. Ég tek fulla ábyrgð og finn fyrir sektarkennd."

Liverpool mætir PSV í Meistaradeildinni á morgun en liðið er með níu stig eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir
banner
banner