Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor Andri yfirgefur Þrótt (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Andri Hafþórsson hefur kvatt Þrótt og heldur á önnur mið. Hann gekk til liðs við Þrótt fyrir tímabilið 2024 og skoraði 14 mörk í 54 leikjum fyrir liðið. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Þrótt.

„Við viljum þakka Viktori Andra fyrir tíma sinn hjá félaginu og óska honum velfarnaðar í næsta skrefi sínu," segir í tilkynningu Þróttar.

Sóknarmaðurinn er fæddur árið 2001 og er uppalinn hjá Fjölni. Hann fór í Keflavík fyrir tímabilið 2023 og svo í Þrótt eftir það tímabil. Á sínum tíma lék hann fimm leiki fyrir U17 landsliðið.



Athugasemdir
banner
banner