Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   fim 25. desember 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Disasi getur ekki farið á láni - Chelsea opið fyrir sölu
Mynd: EPA
Chelsea er opið fyrir því að selja franska miðvörðinn Axel Disasi í janúarglugganum en Fabrizio Romano segir það útilokað að hann fari á láni.

Disasi er 27 ára gamall miðvörður sem hefur ekki komið við sögu hjá Chelsea á þessu tímabili.

Hann hefur þurft að spila með U21 árs liðinu þar sem hann er ekki í plönum Enzo Maresca.

Samkvæmt Romano er Chelsea opið fyrir því að selja leikmanninn í janúar en það kemur ekki til greina að lána hann þar sem Chelsea hefur fullnýtt kvótann í útlánum á þessu tímabili.

Disasi eyddi seinni hluta síðasta tímabil á láni hjá Aston Villa þar sem hann spilaði 10 leiki.

Chelsea keypti hann frá Mónakó fyrir tveimur árum fyrir 38,5 milljónir punda. Hann hefur spilað 61 leik og skorað fimm mörk fyrir þá bláu og spilaði átta leiki er liðið varð Sambandsdeildarmeistari á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner