Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
banner
   fim 25. desember 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Ég skynja kjaftæðið í þeim“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, vill styrkja leikmannahópinn í janúar en þó aðeins ef liðið finnur réttu leikmennina. Hann segist hafa góða tilfinningu fyrir leikmönnum og skynjar líka þegar þeir eru ekki réttir fyrir liðið.

Man Utd er farið að líta ágætlega út undir Amorim en það vantar þó að styrkja hópinn.

Talið er að félagið fari á markaðinn í janúar en Amorim vill alls ekki gera það nema félaginu takist að finna þá týpu af leikmönnum sem Portúgalinn vill.

„Við höfum alveg svigrúm til að fá fleiri leikmenn, en það mikilvægasta fyrir þetta félag er að við séum með plan og við þurfum að fá leikmenn sem við þekkjum. Það er erfitt vita það fyrirfram um að allt gangi upp, en við þurfum að vera vissir um leikmennina sem við fáum inn.“

„Ef við erum ekki vissir þá er betra að fá engan inn og vinna með þá leikmenn sem við höfum. Það er alveg á kristaltæru.“

„Kannski ætti ég að vera ólíkur öðrum stjórum, en svona hugsa ég og svona held ég að stjórnin hugsar að við getum ekki gert sömu mistökin og við gerðum í fortíðinni og þurfum að þrauka í gegnum þessi augnablik því við erum með leikmenn sem eru í landsliðum og koma frá Evrópu,“
sagði Amorim.

Hann segir mikilvægt að hitta leikmennina sem hann er á eftir til þess að skynja hugarfar þeirra og hvort þeir myndu henta liðinu.

„Ég tel mig vera með ágætis tilfinningu hvað það varðar. Þess vegna fáum við ekki inn leikmann sem grípur mann ekki ekki augliti til augliti.“

„Stundum geta þeir afvegaleitt mig aðeins, en það er ótrúlega erfitt þannig ég er yfirleitt með tilfinningu fyrir því að ég geri rétt. Ég horfi bara á náungann og stundum kemur þessu tilfinning bara upp bara með því að heyra hvernig þeir tala og ég skynja bara kjaftæðið. Ég veit það ekki alveg,“
sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner