Þýski landsliðsmaðurinn Florian Wirtz hefur fengið mikla gagnrýni á Englandi fyrir frammistöðu sína á fyrsta tímabilinu með Englandsmeisturum Liverpool, en Thomas Müller, fyrrum leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins, segir þá gagnrýni vera smáræði í líkingu við þá gagnrýni sem hann hefði fengið væri hann að standa sig illa í heimalandinu.
Liverpool keypti Wirtz á metfé frá Bayer Leverkusen í sumar en það met féll þegar Alexander Isak var keyptur fyrir 125 milljónir punda frá Newcastle United undir lok gluggans.
WIrtz hefur þurft tíma til að aðlagast en hann hefur átt marga góða leiki og nokkra vonda leiki.
Bayern hafði einnig mikinn áhuga á að fá Wirtz sem vildi þó stíga út fyrir þægindarammann og í öðruvísi ævintýri. Müller, sem er goðsögn hjá Bayern, elskaði tímann hjá Bayern, jafnvel þegar það gekk illa.
„Ég myndi ekki vilja missa af mínútu af tíma mínum hjá Bayern og þú ert hvergi meira í sviðsljósinu ef þú ert landsliðsmaður í München. Ég elskaði það svo mikið, bæði góðu og slæmu tímana.“
„Tökum Florian Wirtz sem dæmi sem ákvað að taka skrefið utan landsteinanna með því að fara til Liverpool. Það hefði verið auðveldara fyrir hann að aðlagast hjá Bayern þar sem hann hefði verið að spila í sömu deild,“ sagði Müller.
Hann var sammála því að Wirtz sé búinn að vera hægur í gang, en að gagnrýnin í hans garð sé ekkert miðað við hvernig hún hefði verið í Þýskalandi.
„Það er rétt, en þetta er ekkert í samanburði við fjölmiðla athyglina sem þú færð sem leikmaður þegar hlutirnir eru ekki að ganga hjá Bayern. Þú ert í sviðsljósinu á hverjum einasta degi, en það er bara ekki talað eins mikið um þig þegar þú ert útlendingur!“ sagði Müller við SZ.
Athugasemdir



