Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
banner
   fim 25. desember 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Vill verða besti leikmaður heims
Carlos Baleba
Carlos Baleba
Mynd: EPA
Kamerúnski miðjumaðurinn Carlos Baleba er með það markmið að verða besti leikmaður heims en þetta sagði hann í viðtali við Sky Sports.

Baleba er máttarstólpi á miðsvæði Brighton og afar eftirsóttur af stórliðum.

Manchester United reyndi að fá hann í sumar en Brighton vildi fá meira en 100 milljónir punda. United var ekki til í það, en Baleba gæti fengið að taka næsta skref næsta sumar og koma þá fleiri félög í myndina.

Hann talaði við Sky Sports fyrir Afríkukeppnina og sagðist þar hafa lært margt af því að horfa á leikmenn á borð við Kevin de Bruyne, Xavi, Andrés Iniesta, Vitinha og fleiri á Youtube.

„Ég horfi á margar klippur af þeim. Ég horf á hvernig þeir staðsetja sig og hvernig þeir lesa leikinn, en ég reyni samt bara að vera eins og Carlos Baleba.“

„Löngun mín er að verða besti leikmaður heims. Ég vil bara leggja hart að mér, nýta mér góð ráð, taka eitthvað frá öðrum miðjumönnum og ekki bara úr ensku úrvalsdeildinni því ég hef alveg lært margt hér.“

„Rodri og fleiri, en ég reyni líka að læra á leikmenn utan ensku úrvalsdeildarinnar. Ég horfi á Vitinha og Joao Neves í Ligue 1 (Frakklandi). Svo horfði ég á Xavi, Iniesta og Busquets í La Liga (Spáni). Ég reyni að læra eitthvað á hverjum degi og er alltaf að læra eitthvað. Ég horfi mikið á þá á Youtube,“
sagði hann enn fremur.

Baleba byrjaði hjá Kamerún sem marði 1-0 sigur á Gabon í Afríkukeppninni í gær en fór meiddur af velli í hálfleik.
Athugasemdir
banner