Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 26. febrúar 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel tilbúinn að taka við Man Utd
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel mun í sumar hætta sem stjóri Bayern München í Þýskalandi eftir erfitt tímabil. Útlit er fyrir að Bayern muni ekki vinna þýsku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan 2012.

Núna segir þýski fréttamaðurinn Florian Plettenberg frá því að Tuchel sé spenntur fyrir því að taka við Manchester United.

Erik ten Hag er núverandi stjóri United en ef það starf losnar, þá hefur Tuchel mikinn áhuga á því.

Tuchel þykir starfið hjá Man Utd heillandi og hann sér fyrir sér að taka það að sér einn daginn. Hann stýrði áður Chelsea en er á því að tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni sé ekki alveg lokið. Hann vann Meistaradeildina með Chelsea.

Tuchel er þá á lista hjá Barcelona en það starf er laust í sumar þar sem Xavi er að hætta með liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner