Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 18:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir ekki á leið heim - „Er ekki í náðinni akkúrat núna"
Birnir lék sinn fyrsta landsleik fyrir rúmu ári síðan.
Birnir lék sinn fyrsta landsleik fyrir rúmu ári síðan.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslands- og bikarmeistari með Víkingi 2023.
Íslands- og bikarmeistari með Víkingi 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason hefur síðustu daga verið orðaður við heimkomu frá sænska félaginu Halmstad en þessi besti leikmaður Bestu deildarinnar 2023 gekk í raðir Halmstad fyrir rúmu ári síðan.

Birnir er orðaður við Víking og litið á hann sem álitlegan kost ef Ari Sigurpálsson færi út í atvinnumennsku. En Birnir er ekki á leiðinni heim. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Auðvitað er samkeppni og menn að berjast fyrir sýnu sæti, ég hef tekist á við svona verkefni áður og er full einbeiting á að vera komin inn í liðið fyrr en síðar og ég veit að það mun gerast," segir Birnir.

Það vakti athygli að Birnir var ekki í leikmannahópi Halmstad í bikarleik á mánudag eftir að hafa verið ónotaður varamaður í leiknum á undan. Kom það á óvart?

„Nei nei, eins og ég sagði þá er mikil samkeppni og ég er ekki í náðinni akkúrat núna. En ég ætla mér að vinna mér sæti í liðinu á þessu tímabili."

Hvernig líður þér í Svíþjóð?

„Mér og fjölskyldunni líður mjög vel í Svíþjóð, klúbburinn, bærinn og allt i kringum er mjög næs og svo eru sumrin auðvitað töluvert betri hér en heima veðurlega séð. Þannig ég er bara jákvæður á framhaldið," segir Birnir.

Hann er 28 ára kantmaður sem skoraði fjögur mörk í 26 leikjum á síðasta tímabili, þar af voru 16 sem byrjunarliðsmaður en einungis tvisvar fékk Birnir að spila allar 90 mínúturnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner