Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 26. mars 2021 10:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suður-Ameríku bragur í Breiðholti - Spilaði í landsliðinu með James
Octavio Paez og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Octavio Paez og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Leiknir
Andres 'Manga' Escobar.
Andres 'Manga' Escobar.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Þeir munu spila með nýliðum Leiknis í sumar.
Þeir munu spila með nýliðum Leiknis í sumar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis.
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru að koma nýir og ferskir vindar inn í íslenskan fótbolta með tveimur leikmönnum sem munu spila með Leikni Reykjavík í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Það hefur ekkert gerst oft að félög á Íslandi renni augum sínum til Suður-Ameríku í leit að liðsstyrk. Leiknir gerði það en félagið hefur klófest miðjumann frá Venesúela og er að ganga frá samningi við framherja frá Kólumbíu.

Simon Edwards, Englendingur búsettur í Kólumbíu, hefur unnið með leikmönnunum að þessum félagaskiptum og Fréttaritari Fótbolti.net ræddi við hann um þá.

„Þetta eru öflugir leikmenn sem þurfa að sanna sig aftur eftir erfitt ár 2020," segir Edwards.

Unglingalandsliðsmenn
Octavio Paez er 21 árs gamall miðjumaður sem á unglingalandsleiki að baki með Venesúela. Hann var síðast á mála hjá Istra 1961 í Króatíu.

„Octavio var mikilvægur leikmaður í unglingalandsliði Venesúela og hann átti að fara til Alaves á Spáni fyrir 450 þúsund evrur en það gekk ekki eftir þar sem knattspyrnusambandið í Venesúela ákvað að unglingafélag mætti ekki fá kaupverð fyrir leikmann. Hann endaði á því að fara til Króatíu en í heimsfaraldrinum gat félagið ekki borgað launin hans. Hann fór því til Spánar þar sem hann vann með einkaþjálfara," segir Edwards.

„Octavio er 'box-to-box' miðjumaður með góða tæknilega hæfileika. Hann er mjög öflugur íþróttamaður, getur komist fram hjá leikmönnum og er með mjög góðar sendingar. Octavio skrifaði undir tveggja ára samning og hann er staðráðinn í að sýna hvað hann getur."

Hinn leikmaðurinn sem Leiknir fær er Andrés ‘Manga’ Escobar. Manga er reynslumikill 29 ára gamall leikmaður og er fæddur í Kólumbíu en hann á leiki að baki fyrir U20 ára landslið Kólumbíu.

„Manga var stjarna í U20 landsliði Kólumbíu ásamt James Rodriguez. Hann fór til Dynamo Kiev í Úkraínu þegar hann var ungur en var mikið sendur út á láni. Hann var einn besti leikmaður Dallas í MLS-deildinni þar sem hann skoraði upp og var einn sá besti í deildinni þegar kom að stoðsendingum. Hann hefur spilað fyrir þrjú stærstu félög Kólumbíu; Millonarios, Deportivo Cali and Atletico Nacional. Hann hefur einnig spilað í Brasilíu með Vasco de Gama og í Argentínu með Estudiantes."

„Hann er ótrúlega snöggur og góður á boltanum. Hann spilar vanalega á vinstri þar sem hann getur svo fært sig yfir á hægri fótinn. Það er mjög erfitt að stöðva hann. Hann byrjaði árið 2020 með Cucuta í efstu deild í Kólumbíu en þeir urðu gjaldþrota. Síðasta sumar var hann við það að semja við America de Cali, ríkjandi meistara í Kólumbíu, en það gekk ekki eftir þar sem stuðningsmenn mótmæltu og hótuðu eigandanum. Þeir vildu ekki fá leikmann sem hafði spilað með stærstu erkifjendunum í Deportivo Cali."

Af hverju Ísland?
Það verður spennandi að fylgjast með þessum tveimur leikmönnum í sumar en af hverju eru þeir að koma til Íslands? Hvernig gerðist það eiginlega?

„Ég ræddi við Bjarka Má Ólafsson," segir Edwards en Bjarki er aðstoðarþjálfari Al Arabi í Katar. „Hann hafði áhuga á leikmönnum frá Suður-Ameríku og sérstaklega frá Kólumbíu. Eftir að ég hafði talað við hann þá sagði hann við mig að einhverjir af þessum leikmönnum gætu staðið sig vel á Íslandi. Hann benti mér á Leikni," sagði Edwards.

„Varðandi framherja þá voru fjórir möguleikar fyrir þá og Manga var sá ólíklegasti en sá mest spennandi. Þeir voru sammála því. Við ræddum aðra möguleika en svo var Manga tilbúinn að fara til Íslands. Félagið var mjög ánægt með það."

„Octavio talar ensku, er leikmaður sem getur náð langt og var nú þegar í Evrópu. Hann þarf að fá að spila og það passaði vel fyrir báða aðila."

„Manga var með möguleika í Kólumbíu en hann vildi fá áskorun að sanna sig í Evrópu. Hann gat tekið þægilegri valkost en hann vill spila á eins háu stigi og hann mögulega getur á næstu árum. Hann telur að hann geti opnað margar dyr í Evrópu ef hann stendur sig vel á Íslandi."

Geta þeir hjálpað Leikni að halda sér uppi
Leiknir eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni og gera má ráð fyrir því að þeim verði spáð falli í sumar. Edwards telur að þessir tveir leikmenn komi til með að hjálpa þeim mikið.

„Ég held að það verði gaman að fylgjast með Leikni. Sævar Atli Magnússon er mjög spennandi sóknarmaður sem er búinn að skora mikið á undirbúningstímabilinu. Ég held í alvöru að þeir verði tveir af betri leikmönnum deildarinnar. Ég held að liðið geti skorað fullt af mörkum," segir Edwards og hann býst við að sjá Leikni jafnvel í efri helmingi deildarinnar.

Hann segir að Manga sé búinn að skoða leiki Leiknis á undirbúningstímabilinu og sé mikill aðdáandi Sævars Atla, fyrirliða liðsins.

„Manga er mjög spenntur að byrja. Hann er mikill aðdáandi Sævars Atla og finnst hann mjög hæfileikaríkur. Leiknir er með ungt og sóknarsinnað lið, og Manga vill spila mikilvægt hlutverk; leggja upp og skora mörk. Hann sagði við mig að hann gæti ekki beðið eftir því að sýna syni sínum hvali og náttúruna á Íslandi."

„Það sem ég get sagt er að það verður mjög gaman að fylgjast með þeim í sumar."


Athugasemdir
banner
banner