Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   sun 26. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Framtíð Balogun ræðst í sumar
Balogun á 2 mörk í 10 keppnisleikjum með Arsenal.
Balogun á 2 mörk í 10 keppnisleikjum með Arsenal.
Mynd: Getty Images

Sóknarmaðurinn Folarin Balogun hefur verið í miklu stuði með Reims í franska boltanum þar sem hann leikur á láni frá Arsenal.


Balogun er kominn með 17 mörk í 27 deildarleikjum og er aðeins tveimur mörkum á eftir Jonathan David og Kylian Mbappe í keppni um hver verður markakongur frönsku deildarinnar.

Balogun verður 22 ára í sumar og er samningsbundinn Arsenal til 2025. Hann á 7 mörk í 13 leikjum með U21 landsliði Englands en ekki er víst hvort Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hafi trú á að leikmaðurinn hafi það sem þarf til að vera fremsti sóknarmaður Arsenal.

Balogun þyrfti að sanna að hann sé betri en Eddie Nketiah til að eiga möguleika á að berjast við Gabriel Jesus um byrjunarliðssæti.

„Ég er ekki viss um hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er margt sem getur gerst í þessum fótboltaheimi, hlutirnir geta breyst á svipstundu. Þetta snýst allt um samtölin sem ég mun eiga við Arsenal þegar ég kem heim í sumar. Við munum sjá til hvernig þetta fer allt saman," svaraði Balogun þegar hann var spurður út í framtíðina.

Talað hefur verið um Balogun í fjölmiðlum undanfarna daga vegna landsliðavalsins sem honum stendur til boða. Hann getur valið á milli þess að spila fyrir England, Nígeríu eða Bandaríkin.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tjáði sig um Balogun á fréttamannafundi í gær.

„Okkur lýst vel á Flo en hann hefur ekki enn fengið tækifæri í ensku úrvalsdeildinni. Hann er góður en verðskuldar hann að fá tækifæri með landsliðinu framyfir Ivan Toney, Ollie Watkins eða Eddie Nketiah?"


Athugasemdir
banner
banner