Southampton ætlar að biðja um meira en 100 milljónir punda fyrir kantmanninn Tyler Dibling.
Frá þessu er sagt á Daily Telegraph.
Frá þessu er sagt á Daily Telegraph.
Hinn 19 ára gamli Dibling hefur verið einn af mjög fáum jákvæðum punktum í liði Southampton á yfirstandandi tímabili.
Southampton er að öllum líkindum á leið aftur í Championship-deildina og gera má því ráð fyrir að Dibling verði mjög eftirsóttur í sumar.
En verðmiðinn á honum er risastór og samkvæmt Telegraph eru félög í ensku úrvalsdeildinni pirruð á þessu. Hann er sagður á óskalista Manchester City og Manchester United á meðal annars.
Athugasemdir