Kelechi Iheanacho skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Leicester City á Crystal Palace í kvöld en Sky Sports valdi hann besta mann leiksins.
Leicester var 1-0 undir í hálfleik en Timothy Castagne jafnaði metin á 50. mínútu eftir sendingu frá Iheanacho áður en nígeríski framherjinn skoraði sigurmarkið hálftíma síðar með þrumuskoti í þaknetið.
Iheanacho fær 9 í einkunn en hann var langbesti maður vallarins í kvöld.
Leicester: Schmeichel (7), Fofana (6), Soyuncu (7), Evans (7), Castagne (7), Tielemans (6), Ndidi (6), Thomas (6), Maddison (6), Vardy (7), Iheanacho (9).
Varamenn: Albrighton (6), Perez (6).
Crystal Palace: Guiata (6), Ward (6), Dann (5), Kouyate (5), Van Aanholt (6), Ayew (6), Milivojevic (6), Riedewald (6), Eze (7), Benteke (6), Zaha (7).
Varamenn: Townsend (5).
Maður leiksins: Kelechi Iheanacho (Leicester)
Athugasemdir