Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. apríl 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Atli Gunnar varamarkvörður hjá FH
Atli Gunnar Guðmundsson.
Atli Gunnar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson var varamarkvörður FH í æfingaleik gegn Leikni Reykjavík á laugardag.

FH vann 3-1 sigur á Leiknismönnum í æfingaleiknum sem fram fór í Breiðholti.

Atli Gunnar lék með Fjölni í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar en hann verður ekki þar áfram. Atli sagði í samtali við Fótbolta.net að hann hefði tekið sér frí af persónulegum ástæðum.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net þá gæti Daði Freyr Arnarsson verið á leið frá FH. Hann gæti hugsanlega verið á leið í Lengjudeildina.

Gunnar Nielsen er aðalmarkvörður FH og Atli Gunnar gæti komið inn sem varamarkvörður hjá Fimleikafélaginu. Atli Gunnar er uppalinn hjá Hugin á Seyðisfirði og spilaði þar allt til ársins 2016. Þá gekk hann í raðir Fram og var þar í tvö tímabil. Svo fór hann í Fjölni þar sem hann spilaði síðastliðin tvö tímabil.

Hann hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni og var hann aðalmarkvörðurinn í Grafarvoginum í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. Hann fékk á sig 39 mörk í þeim 17 leikjum sem hann spilaði er Fjölnir féll.
Athugasemdir
banner
banner