Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 26. maí 2022 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Breiðablik niðurlægði Val
Blikar eru langbesta lið landsins.
Blikar eru langbesta lið landsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn voru niðurlægðir.
Valsmenn voru niðurlægðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 6 - 2 Valur
1-0 Omar Sowe ('13 )
1-1 Birkir Heimisson ('15 )
1-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('19 )
2-2 Viktor Örn Margeirsson ('42 )
3-2 Ísak Snær Þorvaldsson ('58 )
4-2 Ísak Snær Þorvaldsson ('71 )
5-2 Galdur Guðmundsson ('74 )
6-2 Mikkel Qvist ('81 )
Lestu um leikinn

Það er óhætt að segja að Breiðablik hafi gengið á lagið í seinni hálfleik gegn Val í síðasta leiknum í 16-liða úrslitunum í Mjólkurbikar karla.

Breiðablik hefur verið óstöðvandi hingað til í sumar. Þeir lentu undir í fyrri hálfleik í kvöld en það fór svo þannig að þeir niðurlægðu Val í síðari hálfleik.

Omar Sowe kom Blikum yfir með flottu marki á 13. mínútu en Valsmenn svöruðu með tveimur mörkum með stuttu millibili; fyrst Birkir Heimisson og svo Tryggvi Hrafn Haraldsson. Seinna markið kom af 30-40 metra færi.

En Blikar jöfnuðu fyrir leikhlé, Viktor Örn Margeirsson gerði það. Í uppbótartíma gerði Óskar Hrafn Þorvaldsson þrefalda skiptingu og var Ísak Snær Þorvaldsson - besti leikmaður Íslandsmótsins til þessa - á meðal þeirra sem kom inn á. Ísak er búinn að spila mikið í upphafi móts og fékk smávegis hvíld í kvöld, en hann kom svo inn á og lét til sín taka.

Ísak hefur verið magnaður hingað til í sumar. Hann kom Breiðabliki yfir á 58. mínútu og skoraði svo aftur á 71. mínútu. Það myndi koma á óvart ef Ísak klárar mótið hér á Íslandi; svo góður hefur hann verið.

Galdur Guðmundsson, sem er 16 ára gamall, gerði fimmta mark Blika með flottu skoti en hann er á leið til FC Kaupmannahafnar síðar á árinu; leikmaður með mikla hæfileika. Annar varamaður, Mikkel Qvist, gerði svo sjötta markið eftir aukaspyrnu.

Valsmenn hrundu gjörsamlega, svo vægt sé til orða tekið. Valur hefur tapað þremur leikjum í röð og eru núna átta stigum frá toppnum og úr leik í bikar.

Breiðablik, þeir eru langbesta lið landsins í augnablikinu. Svo einfalt er það.
Athugasemdir
banner
banner