Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júlí 2022 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leno færist nær Fulham
Mynd: Getty Images
Fulham er að nálgast samkomulag við Arsenal um að fá Bernd Leno í sínar raðir. Fulham er í markvarðarleit og er Leno sá sem félagið hefur verið orðað oftast við í sumar.

Leno varð varamarkvörður Arsenal í fyrra við komu Aaron Ramsdale til félagsins. Hann kom til félagsins árið 2018 frá Leverkusen og skrifaði undir samning sem gildir fram á næsta sumar.

Samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi er Leno búinn að ná munnlegu samkomulagi við Fulham um hans hlið en félögin eiga eftir að semja sín á milli.

Leno er þrítugur Þjóðverji og var aðalmarkvörður Arsenal fyrstu þrjú tímabilin hjá félaginu.

Fulham vann Championship deildina í vetur og spilar því í úrvalsdeildinni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner