Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   mán 26. ágúst 2024 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Velta fyrir sér hvort að Jón Dagur sé fenginn sem arftaki eða tímabundin lausn
Jón Dagur skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley.
Jón Dagur skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reese.
Reese.
Mynd: EPA
Þýska staðarblaðið Berliner Zeitung fjallaði í gærkvöldi um áhuga Hertha Berlin á Jóni Degi Þorsteinssyni. Jón Dagur var sterklega orðaður við Hertha í gær og hefur það legið í loftinu að undanförnu að J? Dagur færi frá belgíska félaginu Leuven. Hann var ekki í leikmannahópi Leuven um helgina.

Jóni Degi er lýst sem snöggum vinstri vængmanni sem einnig getur spilað á hægri kantinum. Hertha leikur í næst efstu deild í Þýskalandi og er liðið með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Greinarhöfundur, ritstjórn miðilsins, bendir á Fabian Reese sé venjulega á vinstri kantinum en hann er lykilmaður í liðinu.

Reese hefur verið orðaður í burtu frá Hertha að undanförnu. Hertha er ekki vel statt fjárhagslega og gæti félagið verið tilbúið að hlusta á tilboð frá liðum í eftu deild. Freiburg er nefnt sem mögulegur áfangastaður. Verðmiðinn á Reeseer sagður 10 milljónir evra sem er talsvert hærra en Hertha greiðir fyrir Jón Dag. Reese er 26 ára og skoraði níu mörk og lagði upp ellefu á síðasta tímabili.

Reese er meiddur á ökkla, meiðsli sem venjulega taka menn 6-8 vikur að ná sér af. Ritstjórn veltir því fyrir sér hvort að meiðsli Reese verði lengur frá eða sé hreinlega á förum frá Hertha.

Í greininni er einnig sagt að Jón Dagur gæti skrifað undir í dag ef allt gengur eftir. Jón Dagur er 25 ára og gekk í raðir Leuven frá AGF sumarið 2022. Í 68 deildarleikjum með Leuven hefur Jón Dagur skorað 19 mörk.
Athugasemdir
banner
banner