Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Mikið meiri spenna í fallbaráttunni en toppbaráttunni
Magnús Sverrir gerði tvö fyrir Reyni sem er á leið upp.
Magnús Sverrir gerði tvö fyrir Reyni sem er á leið upp.
Mynd: Reynir Sandgerði
Gunnlaugur Jónsson þjálfar botnlið Álftanes sem vann mikilvægan sigur í dag.
Gunnlaugur Jónsson þjálfar botnlið Álftanes sem vann mikilvægan sigur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það þarf mikið að gerast til þess að Reynir Sandgerði og KV fari ekki upp úr 3. deild karla.

Það voru fjórir leikir í 3. deildinni í dag. Reynir Sandgerði fór í Garðabæinn og vann þægilegan sigur á KFG, 4-1, þar sem öll fjögur mörk gestana komu á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Magnús Sverrir Þorsteinsson gerði tvö fyrir Reyni.

Reynir og KV hafa núna bæði leikið 18 leiki í deildinni. KV, sem vann 5-1 sigur á Ægi í gær, er með 40 stig og Reynir er með 39 stig. Næsta lið er KFG með 28 stig. KV og Reynir geta tryggt sæti sitt í 2. deild í nsætu viku.

Það er meiri spenna í fallbaráttunni þar sem Álftanes vann mikilvægan sigur á Einherja í dag. Sigurður Donys Sigurðsson skoraði þrennu fyrir Einherja, en Álftanes vann leikinn 4-3. Álftanes er á botninum með 16 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Einherji er í níunda sæti með 20 stig.

Vængir Júpiters eru með Álftanesi í fallsæti, en Vængir töpuðu fyrir Hetti/Hugin á heimavelli, 0-1. Knut Erik Myklebust skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru eftir. Vængir og Höttur/Huginn eru með jafnmörg stig, en Vængir eiga leik til góða.

Þetta er barátta fimm liða um að halda sér uppi. Álftanes er á botninum, svo koma Vængir og Höttur/Huginn með 18 stig, og Einherji og Ægir með 20 stig.

Sindri lagði Augnablik að velli á heimavelli, 2-1. Sindri er í sjötta sæti með 25 stig og Augnablik í fjórða sæti með 26 stig.

Vængir Júpiters 0 - 1 Höttur/Huginn
0-1 Knut Erik Myklebust ('80)

Álftanes 4 - 3 Einherji
1-0 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('19)
2-0 Arnar Ingi Valgeirsson ('23)
3-0 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('53)
3-1 Sigurður Donys Sigurðsson ('60)
4-1 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('63)
4-2 Sigurður Donys Sigurðsson ('69)
4-3 Sigurður Donys Sigurðsson ('73)

KFG 1 - 4 Reynir S.
0-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson ('16)
0-2 Guðmundur Gísli Gunnarsson ('19)
0-3 Magnús Sverrir Þorsteinsson ('21)
0-4 Strahinja Pajic ('26)
1-4 Gunnar Helgi Hálfdanarson ('46)

Sindri 2 - 1 Augnablik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner