Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 26. september 2020 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Varnarleikur eins og í 5. flokki
Lengjudeildin
Sú veika von um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári er úti hjá Þór eftir tap gegn Fram.
Sú veika von um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári er úti hjá Þór eftir tap gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað svekktur að tapa, þetta var síðasta hálmstrá okkar að anda í hálsmálið á einhverjum. Fyrri hálfleikurinn fór með þetta í dag, vorum ekki líkir sjálfum okkur. Seinni hálfleikurinn allt annar en það er ekki nóg að spila bara annan hálfleikinn á fullu gasi. Eins og góður maður sagði þá fengum við það út úr þessum leik sem við lögðum í hann," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Fram í dag.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

Þórsarar léku á móti vindi í fyrri hálfeik. Völdu Þórsarar að byrja með vindi?

„Ég viðurkenni að ég hef ekki hugmynd hvort við áttum valið eða ekki. Síðustu tvo leiki höfum við byrjað á móti og það var ekki svoleiðis í dag, hvort sem við höfum valið það eða ekki. Það er ekki stóra ástæðan fyrir þessu við þurfum að spila bæði með og á móti vindi - við ættum að vera orðnir vanir því þar sem þetta var þriðji [vindasami] leikurinn í röð. Við vorum mjög máttlausir með vindinn í bakið í dag. Við rendum að skapa alvöru færi á móti strekkingnum en það tókst ekki. Sanngjarn Framsigur bara."

Framarar skora fyrra markið snemma leiks eftir að hafa verið fljótir að taka innkast hátt uppi á vellinum. Var Palli ósáttur með varnarleikinn í því marki?

„Þetta er eins og í 5. flokki, það talar enginn saman. Það er innkast og hann sendir á frían mann sem labbar nánast inn í manninn og sendir á einn mann sem er umkringdur fimm Þórsurum. Þetta er saga okkar í fyrri hálfleik þar sem við vorum hálf sofandi. Ég þekkti ekki mína menn miðað við hvað maður veit að þeir geta. Að fá svona mark á sig vegna sofandaháttar er stunga í hjarta."

Palli ræðir að lokum um framhaldið, heimavallarárangur, meiðsli leikmanna. Hann segir að Emanuel Nikpalj hafi fengið niðurstöðu úr myndatökum fyrir skemmstu og krossböndin hangi saman á lyginni einni saman. Emy meiddist í leiknum gegn Aftureldingu fyrr í þessum mánuði.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner