Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 26. september 2020 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Varnarleikur eins og í 5. flokki
Lengjudeildin
Sú veika von um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári er úti hjá Þór eftir tap gegn Fram.
Sú veika von um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári er úti hjá Þór eftir tap gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað svekktur að tapa, þetta var síðasta hálmstrá okkar að anda í hálsmálið á einhverjum. Fyrri hálfleikurinn fór með þetta í dag, vorum ekki líkir sjálfum okkur. Seinni hálfleikurinn allt annar en það er ekki nóg að spila bara annan hálfleikinn á fullu gasi. Eins og góður maður sagði þá fengum við það út úr þessum leik sem við lögðum í hann," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Fram í dag.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

Þórsarar léku á móti vindi í fyrri hálfeik. Völdu Þórsarar að byrja með vindi?

„Ég viðurkenni að ég hef ekki hugmynd hvort við áttum valið eða ekki. Síðustu tvo leiki höfum við byrjað á móti og það var ekki svoleiðis í dag, hvort sem við höfum valið það eða ekki. Það er ekki stóra ástæðan fyrir þessu við þurfum að spila bæði með og á móti vindi - við ættum að vera orðnir vanir því þar sem þetta var þriðji [vindasami] leikurinn í röð. Við vorum mjög máttlausir með vindinn í bakið í dag. Við rendum að skapa alvöru færi á móti strekkingnum en það tókst ekki. Sanngjarn Framsigur bara."

Framarar skora fyrra markið snemma leiks eftir að hafa verið fljótir að taka innkast hátt uppi á vellinum. Var Palli ósáttur með varnarleikinn í því marki?

„Þetta er eins og í 5. flokki, það talar enginn saman. Það er innkast og hann sendir á frían mann sem labbar nánast inn í manninn og sendir á einn mann sem er umkringdur fimm Þórsurum. Þetta er saga okkar í fyrri hálfleik þar sem við vorum hálf sofandi. Ég þekkti ekki mína menn miðað við hvað maður veit að þeir geta. Að fá svona mark á sig vegna sofandaháttar er stunga í hjarta."

Palli ræðir að lokum um framhaldið, heimavallarárangur, meiðsli leikmanna. Hann segir að Emanuel Nikpalj hafi fengið niðurstöðu úr myndatökum fyrir skemmstu og krossböndin hangi saman á lyginni einni saman. Emy meiddist í leiknum gegn Aftureldingu fyrr í þessum mánuði.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner