Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 26. september 2021 11:20
Sverrir Örn Einarsson
Nikolaj Hansen: Þetta er bara fullkomið.
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen framherji Víkinga endaði sem markakóngur Pespsi Max deildar karla í knattpyrnu með 16 mörk þetta tímabilið. Frábær persónulegur árangur hans var þó ekki það eina enda fögnuðu Víkingar Íslandsmeistaratitlinum með 2-0 sigri á Leikni í gær þar sem Niko eins og hann er kallaður skoraði fyrsta mark leiksins. Niko var svo í gærkvöldi útnefndur leikmaður ársins í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 sport af leikmönnum og þjálfurum Pepsi Max deildarinnar. Fótbolti.net ræddi við Niko í Víkinni í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

„Tilfinningin er best það er ekkert betra en að vinna. Og að enda þetta svona með Kára og Sölva að hætta þetta er bara fullkomið. En þetta snýst ekkert um að vera markahæstur þetta er liðsframmistaða yfir allt árið.“

Niko sem hefur leikið í Íslandi síðan árið 2016 hafði skorað alls 15 deildarmörk fyrir Val og Víking þegar kom að tímabilinu í ár. Hann endaði eins og áður segir með 16 mörk en hvað breyttist hjá honum fyrir þetta tímabil?

„Það var mikið. Persónuleg mál sem ég þurfti að eiga við fyrir einhverjum árum og líka hvernig við spilum bara og Arnar hefur gefið mér mikið traust. Helgi átti virkilega gott undirbúningstímabil en samt byrjaði hann með mig og liðið hefur bara spilað mjög vel. Við sköpum mikið af færum og fáum ekki of mörg mörk á okkur og höfðum gríðarlega trú á okkur.“

Leikurinn í gær var sá stærsti sem flestir leikmenn Víkinga hafa nokkurn tíma spilað og því lá beint við að spyrja hvernig taugarnar hefðu verið fyrir leik.

„Fyrsta sinn sem ég verð stressaður fyrir leik í mörg ár. Ég hef aldrei áður fundið þessa tilfinningu, óþæginda tilfinningu í líkamanum fyrir leik en í dag var það í hreinskilni bara mjög slæmt.“

Næst á dagskrá er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og freista þess að verja titilinn þar sem Víkingar unnu 2019. Þar vill Niko væntanlega verja bikarinn

„Já 100% en við verðum að leyfa okkur að njóta dagsins í dag. Fögnum í dag og á morgun og svo fókusum við á bikarinn. Það eru ekki allir sem geta tekið þetta tvöfalt.“

Sagði Niko en allt viðtalið hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner