Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 26. september 2021 11:20
Sverrir Örn Einarsson
Nikolaj Hansen: Þetta er bara fullkomið.
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen framherji Víkinga endaði sem markakóngur Pespsi Max deildar karla í knattpyrnu með 16 mörk þetta tímabilið. Frábær persónulegur árangur hans var þó ekki það eina enda fögnuðu Víkingar Íslandsmeistaratitlinum með 2-0 sigri á Leikni í gær þar sem Niko eins og hann er kallaður skoraði fyrsta mark leiksins. Niko var svo í gærkvöldi útnefndur leikmaður ársins í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 sport af leikmönnum og þjálfurum Pepsi Max deildarinnar. Fótbolti.net ræddi við Niko í Víkinni í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

„Tilfinningin er best það er ekkert betra en að vinna. Og að enda þetta svona með Kára og Sölva að hætta þetta er bara fullkomið. En þetta snýst ekkert um að vera markahæstur þetta er liðsframmistaða yfir allt árið.“

Niko sem hefur leikið í Íslandi síðan árið 2016 hafði skorað alls 15 deildarmörk fyrir Val og Víking þegar kom að tímabilinu í ár. Hann endaði eins og áður segir með 16 mörk en hvað breyttist hjá honum fyrir þetta tímabil?

„Það var mikið. Persónuleg mál sem ég þurfti að eiga við fyrir einhverjum árum og líka hvernig við spilum bara og Arnar hefur gefið mér mikið traust. Helgi átti virkilega gott undirbúningstímabil en samt byrjaði hann með mig og liðið hefur bara spilað mjög vel. Við sköpum mikið af færum og fáum ekki of mörg mörk á okkur og höfðum gríðarlega trú á okkur.“

Leikurinn í gær var sá stærsti sem flestir leikmenn Víkinga hafa nokkurn tíma spilað og því lá beint við að spyrja hvernig taugarnar hefðu verið fyrir leik.

„Fyrsta sinn sem ég verð stressaður fyrir leik í mörg ár. Ég hef aldrei áður fundið þessa tilfinningu, óþæginda tilfinningu í líkamanum fyrir leik en í dag var það í hreinskilni bara mjög slæmt.“

Næst á dagskrá er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og freista þess að verja titilinn þar sem Víkingar unnu 2019. Þar vill Niko væntanlega verja bikarinn

„Já 100% en við verðum að leyfa okkur að njóta dagsins í dag. Fögnum í dag og á morgun og svo fókusum við á bikarinn. Það eru ekki allir sem geta tekið þetta tvöfalt.“

Sagði Niko en allt viðtalið hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner