Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 26. september 2021 11:20
Sverrir Örn Einarsson
Nikolaj Hansen: Þetta er bara fullkomið.
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen framherji Víkinga endaði sem markakóngur Pespsi Max deildar karla í knattpyrnu með 16 mörk þetta tímabilið. Frábær persónulegur árangur hans var þó ekki það eina enda fögnuðu Víkingar Íslandsmeistaratitlinum með 2-0 sigri á Leikni í gær þar sem Niko eins og hann er kallaður skoraði fyrsta mark leiksins. Niko var svo í gærkvöldi útnefndur leikmaður ársins í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 sport af leikmönnum og þjálfurum Pepsi Max deildarinnar. Fótbolti.net ræddi við Niko í Víkinni í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

„Tilfinningin er best það er ekkert betra en að vinna. Og að enda þetta svona með Kára og Sölva að hætta þetta er bara fullkomið. En þetta snýst ekkert um að vera markahæstur þetta er liðsframmistaða yfir allt árið.“

Niko sem hefur leikið í Íslandi síðan árið 2016 hafði skorað alls 15 deildarmörk fyrir Val og Víking þegar kom að tímabilinu í ár. Hann endaði eins og áður segir með 16 mörk en hvað breyttist hjá honum fyrir þetta tímabil?

„Það var mikið. Persónuleg mál sem ég þurfti að eiga við fyrir einhverjum árum og líka hvernig við spilum bara og Arnar hefur gefið mér mikið traust. Helgi átti virkilega gott undirbúningstímabil en samt byrjaði hann með mig og liðið hefur bara spilað mjög vel. Við sköpum mikið af færum og fáum ekki of mörg mörk á okkur og höfðum gríðarlega trú á okkur.“

Leikurinn í gær var sá stærsti sem flestir leikmenn Víkinga hafa nokkurn tíma spilað og því lá beint við að spyrja hvernig taugarnar hefðu verið fyrir leik.

„Fyrsta sinn sem ég verð stressaður fyrir leik í mörg ár. Ég hef aldrei áður fundið þessa tilfinningu, óþæginda tilfinningu í líkamanum fyrir leik en í dag var það í hreinskilni bara mjög slæmt.“

Næst á dagskrá er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og freista þess að verja titilinn þar sem Víkingar unnu 2019. Þar vill Niko væntanlega verja bikarinn

„Já 100% en við verðum að leyfa okkur að njóta dagsins í dag. Fögnum í dag og á morgun og svo fókusum við á bikarinn. Það eru ekki allir sem geta tekið þetta tvöfalt.“

Sagði Niko en allt viðtalið hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir