Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   þri 26. september 2023 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var verðskuldaður þýskur sigur, ótrúlega gott lið og við bara áttum ekki möguleika í dag.“ Sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarmaður Íslands um sín fyrstu viðbrögð eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Bochum í kvöld.

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Íslensku varnarlínunni gekk á köflum í leiknum afar erfiðlega að hafa hemil á sóknarmönnum þýska liðsins og gekk það stundum alls ekki eins og fjögur mörk fengin á sig vitna um. Er eitthvað sem betur hefði mátt fara í varnarleiknum?

„Það er erfitt að segja núna. Þær eru bara ótrúlega sterkar en vissulega hefðum við getað verið þéttari, unnið betur saman og átt betri samskipti og eitthvað svoleiðis en eins og þetta leit út fyrir mér voru þær bara að koma sér í góðar stöður og krossa. Mjög mikið af krossum og þær reyna alltaf að leita á bakvið línur. Svo kannski þegar það fer svona rosaleg orka í varnarleik allan tímann þá verður þetta þungt og erfitt. “

Hafði öll þessi orka sem í varnarleikinn fór áhrif á að liðinu gekk illa að sækja? Liðið fékk engar skyndisóknir og átti ekki skot á markið. Uppspilið erfitt?

„Já það var það. Þegar þú ert búin að sitja svona lengi,miðjan dregst niður þá verða framherjarnir rosalega einangraðir uppi. Og þegar við erum að reyna langa bolta úr öftustu línu þá segir það sig sjálft að það er alltof slitið á milli lína og við að senda í flikk á fremsta mann og engin í kring að styðja í rauninni. “

Sagði Arna en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner