Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 26. september 2023 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var verðskuldaður þýskur sigur, ótrúlega gott lið og við bara áttum ekki möguleika í dag.“ Sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarmaður Íslands um sín fyrstu viðbrögð eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Bochum í kvöld.

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Íslensku varnarlínunni gekk á köflum í leiknum afar erfiðlega að hafa hemil á sóknarmönnum þýska liðsins og gekk það stundum alls ekki eins og fjögur mörk fengin á sig vitna um. Er eitthvað sem betur hefði mátt fara í varnarleiknum?

„Það er erfitt að segja núna. Þær eru bara ótrúlega sterkar en vissulega hefðum við getað verið þéttari, unnið betur saman og átt betri samskipti og eitthvað svoleiðis en eins og þetta leit út fyrir mér voru þær bara að koma sér í góðar stöður og krossa. Mjög mikið af krossum og þær reyna alltaf að leita á bakvið línur. Svo kannski þegar það fer svona rosaleg orka í varnarleik allan tímann þá verður þetta þungt og erfitt. “

Hafði öll þessi orka sem í varnarleikinn fór áhrif á að liðinu gekk illa að sækja? Liðið fékk engar skyndisóknir og átti ekki skot á markið. Uppspilið erfitt?

„Já það var það. Þegar þú ert búin að sitja svona lengi,miðjan dregst niður þá verða framherjarnir rosalega einangraðir uppi. Og þegar við erum að reyna langa bolta úr öftustu línu þá segir það sig sjálft að það er alltof slitið á milli lína og við að senda í flikk á fremsta mann og engin í kring að styðja í rauninni. “

Sagði Arna en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner