Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 26. september 2023 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var verðskuldaður þýskur sigur, ótrúlega gott lið og við bara áttum ekki möguleika í dag.“ Sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarmaður Íslands um sín fyrstu viðbrögð eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Bochum í kvöld.

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Íslensku varnarlínunni gekk á köflum í leiknum afar erfiðlega að hafa hemil á sóknarmönnum þýska liðsins og gekk það stundum alls ekki eins og fjögur mörk fengin á sig vitna um. Er eitthvað sem betur hefði mátt fara í varnarleiknum?

„Það er erfitt að segja núna. Þær eru bara ótrúlega sterkar en vissulega hefðum við getað verið þéttari, unnið betur saman og átt betri samskipti og eitthvað svoleiðis en eins og þetta leit út fyrir mér voru þær bara að koma sér í góðar stöður og krossa. Mjög mikið af krossum og þær reyna alltaf að leita á bakvið línur. Svo kannski þegar það fer svona rosaleg orka í varnarleik allan tímann þá verður þetta þungt og erfitt. “

Hafði öll þessi orka sem í varnarleikinn fór áhrif á að liðinu gekk illa að sækja? Liðið fékk engar skyndisóknir og átti ekki skot á markið. Uppspilið erfitt?

„Já það var það. Þegar þú ert búin að sitja svona lengi,miðjan dregst niður þá verða framherjarnir rosalega einangraðir uppi. Og þegar við erum að reyna langa bolta úr öftustu línu þá segir það sig sjálft að það er alltof slitið á milli lína og við að senda í flikk á fremsta mann og engin í kring að styðja í rauninni. “

Sagði Arna en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner