Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   þri 26. september 2023 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var verðskuldaður þýskur sigur, ótrúlega gott lið og við bara áttum ekki möguleika í dag.“ Sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarmaður Íslands um sín fyrstu viðbrögð eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Bochum í kvöld.

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Íslensku varnarlínunni gekk á köflum í leiknum afar erfiðlega að hafa hemil á sóknarmönnum þýska liðsins og gekk það stundum alls ekki eins og fjögur mörk fengin á sig vitna um. Er eitthvað sem betur hefði mátt fara í varnarleiknum?

„Það er erfitt að segja núna. Þær eru bara ótrúlega sterkar en vissulega hefðum við getað verið þéttari, unnið betur saman og átt betri samskipti og eitthvað svoleiðis en eins og þetta leit út fyrir mér voru þær bara að koma sér í góðar stöður og krossa. Mjög mikið af krossum og þær reyna alltaf að leita á bakvið línur. Svo kannski þegar það fer svona rosaleg orka í varnarleik allan tímann þá verður þetta þungt og erfitt. “

Hafði öll þessi orka sem í varnarleikinn fór áhrif á að liðinu gekk illa að sækja? Liðið fékk engar skyndisóknir og átti ekki skot á markið. Uppspilið erfitt?

„Já það var það. Þegar þú ert búin að sitja svona lengi,miðjan dregst niður þá verða framherjarnir rosalega einangraðir uppi. Og þegar við erum að reyna langa bolta úr öftustu línu þá segir það sig sjálft að það er alltof slitið á milli lína og við að senda í flikk á fremsta mann og engin í kring að styðja í rauninni. “

Sagði Arna en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner