þri 26. október 2021 20:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir Íslands: Vinstri vængurinn tengdi vel
Icelandair
Elísa var best í leiknum.
Elísa var best í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gleði gleði.
Gleði gleði.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagný átti flottan leik.
Dagný átti flottan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mætti Kýpur í undankeppni HM í kvöld og vann öruggan sigur.

Ísland er nú í öðru sæti undanriðilsins og má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net hér að neðan.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Kýpur

Einkunnir Íslands:

Cecilía Rán Rúnarsdóttir - 6
Hafði ekkert að gera, ofboðslega þægilegur dagur á skrifstofunni í fyrsta keppnisleiknum.

Guðný Árnadóttir - 7 ('68)
Fín frammistaða sóknarlega en nokkrar feilsendingar sem klikkuðu og ein sérstaklega vond þversending.

Sif Atladóttir - 6
Vantaði smá tempó í spilið frá öftustu línu og voru sendingar Sifjar full oft ekki í hlaupalínu samherja hennar.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 7
Flott frammistaða og braut stundum leikinn upp með flottum skiptingum út á kantana.

Elísa Viðarsdóttir - 9 Maður leiksins
Þrjár stoðsendingar, þær telja! Flott frammistaða hjá Elísu í vinstri bakverðinum. Tengdi vel við Amöndu á vinstri kantinum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 7 ('63)
Flott frammistaða á miðsvæðinu og skoraði eitt mark. Sá sendingar sem bjuggu eitthvað til og vonandi dugir þessi frammistaða svo hún verði í hóp hjá Bayern í næsta leik.

Dagný Brynjarsdóttir - 7 ('63)
Dagný stendur alltaf fyrir sínu, kom íslenska liðinu á bragðið og átti heilt yfir flottan leik á miðjunni.

Alexandra Jóhannsdóttir - 8
Snögg að vinna boltann til baka þegar hann tapaðist á miðsvæðinu, skoraði svo eitt mark og lagði einnig upp eitt.

Amanda Jacobsen Andradóttir - 8
Frábærir taktar hjá Amöndu úti á vinstri kantinum glöddu augað mikið. Átti stóran þátt í fyrsta markinu og átti hornspyrnuna á Alexöndru í fimmta markinu. Virkilega spennandi leikmaður.

Svava Rós Guðmundsdóttir - 6 ('75)
Átti fínasta leik í fremstu víglínu og var á óskiljanlegan hátt dæmd brotleg þegar Karólína skoraði. Svava á að koma sér í fleiri færi gegn liði eins og Kýpur og er alveg pottþétt ósátt að hafa ekki náð að setja eitt mark.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 8 ('68)
Krafturinn í Sveindísi alltaf til fyrirmyndar og gerir mikið fyrir áhorfendann. Hún er alvöru stólaklappari og átti flottan leik. Skoraði tvö mörk og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Getur bætt ákvarðanatökur og mun pottþétt gera það.

Varamenn:

('63) Karitas Tómasdóttir - 6
Spilaði síðasta hálftímann en var ekkert sérstaklega áberandi. Staðan var orðin 5-0 þegar hún kom inn á.

('63) Berglind Rós Ásgeirsdóttir - 6
Spilaði síðasta hálftímann en var ekkert sérstaklega áberandi. Staðan var orðin 5-0 þegar hún kom inn á.

('68) Agla María Albertsdóttir - 6
Spilaði síðustu tuttugu mínúturnar en var ekkert sérstaklega áberandi. Staðan var orðin 5-0 þegar hún kom inn á.

('68) Hafrún Rakel Halldórsdóttir - 6
Spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í hægri bakverðinum og þurfti lítið að gera varnarlega. Studdi ágætlega við sóknarlínuna.

('75) Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 6
Sást að hún vildi skora og vantaði bara að boltinn myndi falla fyrir hana í teignum í restina.
Athugasemdir
banner
banner
banner