Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   fim 26. október 2023 20:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuldur: Stærsti lærdómurinn hversu miklu munar á liðunum í teigunum
En fimm marka sigur, og að við skorum ekki eitt, er aðeins of öfgakennt.
En fimm marka sigur, og að við skorum ekki eitt, er aðeins of öfgakennt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver endaði með tvo stóra menn á fjærstönginni og þannig kom fyrsta markið. 'Við föllum í gildruna á einföldu trikki'
Oliver endaði með tvo stóra menn á fjærstönginni og þannig kom fyrsta markið. 'Við föllum í gildruna á einföldu trikki'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davy Roef í marki Gent varði vítaspyrnu fyrirliðans. 'Að því sögðu þá ver hann þetta ágætlega, ver í stöngina og hann hefði mátt leka inn frekar en út aftur.'
Davy Roef í marki Gent varði vítaspyrnu fyrirliðans. 'Að því sögðu þá ver hann þetta ágætlega, ver í stöngina og hann hefði mátt leka inn frekar en út aftur.'
Mynd: EPA
„Full stórt tap, fannst við geta verið beittari í teigunum sem er sagan í sumar. Milli teigana var þetta af stórum hluta flott, en við gefum fullauðveld mörk og erum sömuleiðis ekki nógu beittir í þeirra teig," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir tap gegn Gent í kvöld.

Lestu um leikinn: Gent 5 -  0 Breiðablik

Höskuldur ræddi aðeins við liðsfélaga sína eftir að Gent komst í 3-0, gekk inn á miðjan völlinn og lét í sér heyra. „Það var mikilvægt, þegar þetta var komið í 3-0, að halda haus, ekkert vera litlir í okkur. Mér fannst við í seinni hálfleik koma með kassann úti. Vissulega rótera þeir og gefa kannski aðeins eftir. Það munar of miklu á milli hvernig þessi lið eru í sitthvorum teigunum. Ég held að það sé stærsti lærdómurinn."

Höskuldur ræddi um fyrsta markið. „Ég á eftir að sjá það aftur. Þeir ná að hreina fjærsvæðið okkar, taka ákveðin hlaup á nærsvæðið okkar, við endum í að elta þá allir og Oliver endar í að vera með einn með tvo stóra. Hann fær í raun og veru frían skalla. Við föllum í gildruna á einföldu trikki. Það er högg eftir að hafa verið nálægt því að setja fyrsta markið og ekkert í spilunum að eitthvað sé að gerast. Þetta kýlir okkur svolítið í magann."

„Eins og ég sagði, þá finnst mér munurinn full mikill, þeir áttu alveg skilið að vinna þennan leik. En fimm marka sigur, og að við skorum ekki eitt, er aðeins of öfgakennt. Við þurfum að læra hratt af þessu og finna leiðir til að vera betri í sitthvorum teignum. Það er skýrast að við þurfum að bæta okkur þar, en það er hægara sagt en gert að gera það. Það eru tvær vikur í að við hittum þá aftur á Laugardalsvelli."


Full kærulaus spyrna
Höskuldur fékk tækifæri til að minnka muninn í uppbótartíma þegar hann fékk vítaspyrnu sem hann svo tók sjálfur. Honum brást bogalistin; markvörður Gent sá við honum.

„Mér leið svo sem ágætlega (þegar ég sparkaði í boltann), þetta var full kærulaus spyrna. Ég er of kærulaus. Að því sögðu þá ver hann þetta ágætlega, ver í stöngina og hann hefði mátt leka inn frekar en út aftur. Ég þarf bara að taka það á kassann. Það hefði gert ágætt fyrir sálarlífið að ná marki, fyrir liðið og ekki síður mig. Það gerir mann enn pirraðri fyrir næsta einvígi og maður þarf bara að nýta það þannig."

Ekkert smá ánægður með stuðningsmennina
Það var ágætlega mætt af Blikum í stúkunni og heyrðist vel í þeim á meðan leik stóð.

„Ég er ekkert smá ánægður með þá, ótrúlega dýrmætt. Þetta er búin að vera frábær ferð og allir sem hafa staðið að þessu; allir starfsmenn og sjálfboðaliðar í kringum liðið hafa skapað frábæra ferð. Vel lukkuð ferð í alla staði nema úrslitin í leiknum. Það var góð mæting hjá grænklæddum í kvöld."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner