Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. nóvember 2019 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher skaut á Neville fyrir að velja Hazard á miðjuna
Carragher og Neville.
Carragher og Neville.
Mynd: Getty Images
Jamie Garragher, fyrrum leikmaður Liverpool, og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, voru í stuði á Sky Sports í gærkvöldi.

Þeir völdu þar lið áratugarins í ensku úrvalsdeildinni. Þeir voru sammála um átta leikmenn.

Lið Carragher: De Gea, Zabaleta, Kompany, Van Dijk, Azpilicueta, Kante, Toure, Silva, Bale, Aguero, Hazard.

Lið Neville: De Gea, Zabaleta, Kompany, Van Dijk, Azpilicueta, Hazard, Toure, Silva, Kane, Aguero, Suarez.

Carragher skaut létt á félaga sinn eftir að hann sá liðsuppstillinguna hjá honum.

„Af hverju furðum við okkur á því að honum mislukkaðist hjá Valencia? Hann er með Eden Hazard á miðjunni, það er bara bull," sagði Carragher.

Fyrsta og eina þjálfarastarf Neville til þessa var hjá spænska félaginu Valencia þar sem hann var ráðinn í desember 2015.

Það gekk ekki vel hjá honum og var hann rekinn úr starfinu eftir aðeins fjóra mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner