Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 26. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet með góða blöndu af íslenskri geðveiki og sænskri taktík
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fotball Gala
Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2009. Þar áður þjálfaði hún Val og ÍBV hér á landi með góðum árangri.

Elísabet var um síðustu helgi kosin þjálfari ársins í Svíþjóð og einnig fékk hún heiðursverðlaun Aftonbladet. Kristianstad náði í ár sínum besta árangri í sögunni. Kristianstad hafnaði í þriðja sæti og mun spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Bjarni Helgason á Morgunblaðinu ræddi við Elísabetu um sænska boltann.

„Sænski fót­bolt­inn er ótrú­lega ólík­ur þeim ís­lenska," sagði Elísabet en hún ræddi við Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands og Svíþjóðar, fyrir nokkrum árum síðan um muninn á íslenskum og sænskum fótbolta.

„Ég átti gott spjall við Lars Lag­er­bäck fyr­ir nokkr­um árum síðan og þá tjáði hann mér að það væri full­komið að blanda sam­an ís­lensk­um og sænsk­um fót­bolta."

„Í Svíþjóð snýst þetta mikið um taktíska heil­ann á meðan þetta snýst mikið um ís­lensku geðveik­ina hjá Íslend­ing­um. Ég var klár­lega með ís­lensku geðveik­ina þegar ég flutti fyrst til Svíþjóðar en mig vantaði þenn­an taktíska heila," segir Beta, en hún kveðst vera komin með góða blöndu af þessu tvennu í dag.
Athugasemdir
banner
banner