Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 26. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilshere botnar ekki í stöðu Özil - „Kæmist í öll lið"
Mesut Özil er í frystikistunni.
Mesut Özil er í frystikistunni.
Mynd: Getty Images
Það kemur Jack Wilshere, fyrrum miðjumanni Arsenal, á óvart að Mesut Özil fái ekki að spila með liðinu.

Özil, sem er sagður þéna um 350 þúsund pund á viku, var ekki valinn í 25 manna hóp Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum en hann er í frystikistunni hjá Mikel Arteta, stjóra liðsins.

Í stað þess að sýna gæði sín á fótboltavellinum, þá er Özil orðinn mjög virkur á samfélagsmiðlum.

Wilshere, sem spilaði með Özil hjá Arsenal, telur að hinn 31 árs gamli Özil geti spilað fyrir hvaða lið sem er á Englandi.

„Já þetta kemur mér á óvart því ég spilaði með honum og ég elskaði að spila með honum," sagði Wilshere við The ITV Football Football Show.

„Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef spilað með. Það er augljóslega eitthvað í gangi sem við vitum ekki um, því leikmaður með hans gæði á að vera að spila. Hann gæti komist í öll lið í ensku úrvalsdeildinni, það er mitt mat. Að hann fá ekki einu sinni tækifæri til að berjast um sæti í liðinu, það er erfitt að skilja það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner